Á eigin vegum
Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil)
Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið að gera þetta allt og við getum farið að einbeita okkur að því að njóta allra lystisemdanna á leiðinni, landslagi, sögu, náttúru og mannlífi. Ferðaþjónustan er líka víðast orðin til fyrirmyndar, þannig að ótal kostir standa til boða.
Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa hringferðina í ár. Til að heimsækja alla staðina sem nefndir eru, þarf stundum að ferðast aðeins frá hringveginum. Allir kaupstaðir, kauptún og byggðakjarnar auk áhugaverðra staða, margs konar þjónustu og afþreyingu við hringveginn. Besta söguferðin sem þú getur farið.
Á miðöldun var m.a.
Sjóorusta, Smáorrustur og illdeilur
Galdrar og Galdrabrennur
TILLAGA AÐ SÖGUFERÐ
Sjö daga hringferð um landið. Það er jafnframt upplagt að hefja ferðina um suðurland!
Veðurspá allt landið
Dagur 1. Reykjavík-Borgarnes-Skagafjörður.
Ekið frá Reykjavík um söguslóðir.
Söguslóðir:
Eilífsdalur Kjós: gengur suðaustur að hátindi Esju (914m) úr Kjósinni. Samnefndt býli er í mynni hans. Helgi bjóla fékk Eilífi, skipverja sínum, bústað þar.
Ekið um Hvalfjörð, sem er m.a. tengdur Harðarsögu og hólmverja,
Geirshólmur: er næstum kringlóttur klettshólmur, nærri Þyrilsnesi í Hvalfirði. Hans er getið í Sturlungu og Harðar sögu. Helga Jarlsdóttir, hún synti til lands með hinn yngri á bakinu.
Þyrill: Þorsteinn gullknappur, sem drap Hörð Grímkelsson, bjó að Þyrli (Harðarsaga og Hólmverja).
Sandaþorp: Leifar braggahverfisins í löndum Mið- og Litla-Sands, sem reis í síðari heimsstyrjöldinni (Bretar og Bandaríkjamenn), og mannvirki, sem risu síðar, aðallega í tengslum við Hvalstöðina, fékk nafnið Sandaþorp í munni manna.
Maríuhöfn: Svartidauði barst þangað með klæðum Einars Herjólfssonar árið 1402.
Ferstikla: á Hvalfjarðarströnd var í upphafi bústaður landnámsmannsins Kolgríms hins gamla frá Þrándheimi.
Ekið um Leirár- og Melasveit: var löngum kirkjustaður og höfðingjasetur. Þar sat Árni Oddsson (1592-1665) lögmaður eftir 1630 og við embættinu tók Bauka-Jón 1666 og hafði mikið umleikis að Leirá til 1684.
Melar: í Leirár- og Melasveit voru fyrrum bústaður Melamanna, sem voru komnir af Reykhyltingum og Borgarmönnum.
Bergholt: Grímur Thomsen er talinn hafa skipt á jöfnu á Belgsholti og Bessastöðum á Álftanesi, þegar hann fluttist til landsins.
Ekið um Borgarfjörð
Söguslóðir:
Borg á Mýrum: Prestsetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og austan Hvítárbakki: Á 11. öld bjó bóndi að nafni Sveinn að Hvítárbakka (Bæjarsveit). Grettir Ásmundason stal frá honum merinni Söðulkollu og sendi honum boð um, að hann hyggðist eiga næturstað að Gilsbakka.
Stafholt í Borgarfirði: Í Egilssögu er getið um liðveizlubeiðni Steinars Önundarsonar við Einar goðorðsmann gegn Þorsteini Egilssyni á Borg. Snorri Sturluson bjó í þrjú ár að Stafholti og gifti þaðan dóttur sína Þórdísi Þorvaldi Vatnsfirðingi.
Reykholt: í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar.
Kalmanstunga: Nafn bæjarins er komið frá landnámsmanninum Kalmani hinum suðureyska. Hann flutti byggð sína frá Katanesi eftir að synir hans drukknuðu í Hvalfirði.
Geitland: Samkvæmt Landnámu nam Úlfur Grímsson Geitland og miklar ættir er frá honum komnar, þ.á.m. Sturlungar.
Heggstaðir: Í Egilssögu er getið landnámsmannsins Heggs á Heggsstöðum. Þegar Egill Skallagrímsson var sjö ára var hann að leik við Grím, 11 ára son Heggs, og varð undir í leiknum.
Bifröst: í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við.
Grábrotarhraun: er meðal úfnustu apalhrauna hérlendis. Það rann frá Grábrókargígum í Norðurárdal fyrir 3600-4000 árum
Frá Borgarfirði er ekið yfir Holtavörðuheiði til Norðurlands. Það eru margir áhugaverðir staðir á leiðinni.
á Holtavörðuheiði er sýslumörk Strandasýslu.
Söguslóðir:
Borðeyri: Arndís auðuga Steinólfsdóttir nam land út frá Borðeyri.
Bjarg í Miðfirði: Bjarg er skammt austan Miðfjarðarár í hálsbrúninni, þar sem hátt ber. Jökulsorfinn klapparkollur norðan við túnið er nafngjafi bæjarins.
Vatnsdalur: Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur. Ingimundur gamli nam þar land. Skógarlundur í dalnum er helgaður dóttur hans, Þórdísi, fyrsta innfædda Húnvetningnum.
Hof: er í austanverðum Vatnsdal. Samkvæmt Landnámu settist Ingimundur gamli Þorsteinsson þar að og nam allan dalinn upp frá Helgavatni og Urðavatni austan ár. Vatnsdælasaga fjallar um Ingimund og hans ættingja.
Haukagil: er í Vatnsdal og dregur nafn af samnefndu gili, sem var nefnt eftir tveimur berserkjum, sem gerðust fjölþreifnir til kvenna og kúguðu bændur í nágrenninu með fjárkröfum og eignaupptöku.
Borgarvirki: er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá. Samkvæmt munnmælum sátu Borgfirðingar með óvígan her um Borgarvirki og álitu, að brátt færi að þrengjast um matföng hjá Húnvetningum
Stóra-Giljá: er í þjóðbraut rétt við austanvert mynni Vatnsdals í Húnavatnssýslu. Þaðan var fyrsti kristinboðinn á Íslandi, Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli.
Húnaflói: milli Stranda og Skaga er stærstur norðlenzkra fjarða. Árið 1244 háðu Kolbeinn ungi Tumason og Þórður kakali einu sjóorrustuna, sem háð hefur verið hérlendis,
Dagur 2. Skagafjörður
Skagafjörður er eitthvert söguríkasta svæði landsins. Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn.
Ef ekið um Þverfjall til Sauðárkróks sem styttir leiðina til Skagafjarðar.
Söguslóðir:
Flugumýri: Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð. Sturlunga lýsir þessum atburðum, þegar óvinaher kom að bænum árið 1253 til að standa yfir höfuðsvörðum Gissurar.
Glóðafeykir: (910m) blasir við sjónum þeirra, sem koma akandi úr vestri niður í Skagafjörð af Stóra-Vatnsskarði. Árið 1551 sendi Danakonungur hermenn sjóleiðis til Íslands til að berja niður mótþróa Norðlendinga gegn siðbótinni eftir að Jón Arason biskup hafði verið líflátinn.
Haugsnes er sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði, á flötunum við Djúpadalsá. Þar var
háður blóðugasti bardagi Sturlungaaldar, 18. apríl 1246.
Geldingaholt er bær og fyrrum kirkjustaður í Seyluhreppi í Skagafirði. Bærinn stendur á hæð austan í Langholti. Sóknin var aflögð 1768 og sameinuð Glaumbæjarsókn. Sturlunga segir frá bardaga í Geldingaholti árið 1255, þar sem Hrafn Oddsson og Eyjólfur Þorsteinsson gerðu aðför að Oddi Þórarinssyni, sem fór með völd í Skagafirði fyrir hönd Þórðar Sighvatssonar kakala. Oddur varðist vel, en lét þó líf sitt þar. Geldingaholtsbardagi.
Glaumbær: Sögu húsanna að Glaumbæ má rekja til nokkurra tímabila á 18. og 19. öld en þau voru öll reist í ríkjandi stíl í sveitum landsins fram til aldamótanna 1900,
Vallhólmur (Hólmurinn) er flatlendið milli Húseyjarkvíslar og Héraðsvatna, aðallega framburður Jökulánna. Þarna fengu Sturlungar hugboð um hin miklu örlög, sem biðu þeirra
Tindastóll: Þjóðsagan segir, að óskasteinar fljóti upp í tjörninni hverja Jónsmessunótt, en ekki eru allir, sem leggja leið sína þangað jafnheppnir.
Selvík á Skaga er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga. Kolbeinn ungi Arnórsson fór þaðan með 400 manna flota sinn á Jónsmessunótt 1244 til Vestfjarða, þar sem hann ætlaði að finna Þórð kakala fyrir.
Húnaflói: milli Stranda og Skaga er stærstur norðlenzkra fjarða. Árið 1244 háðu Kolbeinn ungi Tumason og Þórður kakali einu sjóorrustuna.
Grettislaug: hvarf í hafróti árið 1934. Hún var grafin upp árið 1992 og endurgerð. Grettissaga segir frá því, að eldur hafi slokknað í Drangey hjá þeim bræðrum Gretti og Illuga vegna slælegrar gæzlu þrælsins Glaums.
Drangey:Þjóðsagan segir, að tvö tröll, karl og kerling, hafi verið að leiða kvígu yfir fjörðinn til nauts en orðið að steinum. Sunnan eyjar stendur Kerlingin enn þá en Karlinn, sem var norðan eyjar er horfinn í hafið.
Málmey: er stærri eyjan af tveimur á Skagafirði. Í Sturlungu segir frá hremmingum Guðmundar biskups Arasonar. Árið 1221 varð hann að flýja Hólastól með miklu föruneyti undan Tuma Sighvatssyni og Skagfirðingum, sem hótuðu að rýma staðinn.
Hólar í Hjaltadal: Skólasetur og kirkjustaður í Hjaltadal. Um 1100 átti Illugi Bjarnason prestur jörðina.
Bakkhúsið Hofsósi: Pakkhúsið á Hofsósi er meðal elztu húsa sinnar tegundar á landinu. Það er stokkbyggt bjálkahús með háu skarsúðarþaki. Húsið kom hingað árið 1777 á vegum konungsverzlunarinnar síðari.
Kolkuós: Kolkuós (Kolbeinsárós) var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls. Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.
Sléttuhlíðarvatn: er í Fellshreppi í austanverðum Skagafirði. Á landnámsöld bjó um skeið í Hrolleifsdal Hrolleifur mikli og Ljót, móðir hans. Hún var göldrótt og ill viðskiptis.
Fyrrum Kirkju og sögustaðir í Skagafirði.
Þeir sem vilja aka um Blönduhlíð til Akureyrar fara yfir Öxnadalsheiði til AkureyrarAnnar valkostur er að fara um Fljótin til Siglufjarðar.
Dagur 3. Skagafjörður -Akureyri.
Þaðan er haldið áfram yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar, eða um Fljótin til Siglufjarðar.
Söguslóðir:
Hrafnagil er stórbýli frá fornu fari, fyrrum kirkjustaður og prestssetur í Hrafnagilshreppi, 12 km sunnan Akureyrar.
Möðrufell: er bær í Hrafnagislhreppi í Eyjafirði. Ari Jónsson, sonur Jóns Arasonar biskups, bjó þar.
Möðruvellir: í Hörgárdal eru höfðingjasetur og stórbýli frá fornu fari. Munkaklaustur var stofnað þar 1296.
Gásir: Gásir var fyrrum fjölsóttasti verzlunarstaður Norðurlands, sunnan Hörgárósa og norðan samnefnds bæjar (nú Gæsir), sem var fyrst getið í heimildum á 13. og 14. öld.
Myrká: Myrká er bær og fyrrum prestssetur og kirkjustaður í Hörgárdal. Einhver frægasta draugasaga í íslenzkum þjóðsögum er ættuð þaðan.
Munkaþverákirkja: Sturlungareitur er í kirkjugarðinum. Þar er talið, að Sighvatur Sturluson, synir hans, sem féllu í bardaganum á Örlygsstöðum, og Þorgils skarði hvíli.
Munkaþverá: Sólveigarmál komu upp árið 1308 og ollu miklum ýfingum milli prestanna á Munkaþverá og Bægisá. Látentíus Kálfsson, umboðsmaður Hólabiskups, blandaðist í málið svo að næstum kom til blóðugs uppgjörs í kirkjunni á Munkaþverá, þegar hann og Þórir Haraldsson ábóti tókust á.
Dagur 4. Akureyri- Mývatn.
Þá er stefnt austur yfir Víkurskarð eða um Dalsmynni með viðkomu til Grenivíkur eða nota Vaðlaheiðargöng til Myvatn eða Húsavíkur!!!
Söguslóðir:
í Laufási: Gamli bærinn í Laufási, sem nú stendur og er í umsjá þjóðminjavarðar, var byggður um miðja 19. öld sem prestssetur. Elzta bæjarhúsið var reist um 1840.
Ljósavatn: er stöðuvatn, bær og kirkjustaður í Ljósavatnsskarði nærri mynni Bárðardals. Fram að aldamótunum 1900 var þar þing- og samkomustaður héraðsins og barnaskóli var starfræktur á árunum 1908-14. Staðurinn er þekktastur fyrir búsetu hins heiðna goða Þorgeirs Þorkelssonar í kringum aldamótin 1000. Þorgeirskirkja var vígð árið 2000, þegar Íslendingar héldu kristnitökuhátíð sína.
Ekið um Fnjóskadal að Goðafossi: Samkvæmt Kristnisögu á Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður að hafa kastað goðum sínum í fossinn eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fékk nafn sitt af því og þaðan til Mývatns. Þar er af svo mörgu að taka, að velja verður áhugaverðustu staðina.
Dagur 5. Mývatn-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Egilsstaðir.
Söguslóðir
Eftir hálftíma akstur frá Mývatni blasir Húsavík við. Þar er margt að sjá og gera, en þaðan er haldið yfir Tjörnes.: er giljóttur og nokkuð hálendur skagi milli Skjálfanda og Öxarfjarðar
Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór bullaugu við hraunbrúnina. Þarna var þingstaður sveitarinnar og fæðingarstaður Skúla Magnússonar (1711-94), fyrsta íslenzka landfógetans.
Ásbyrgi: Talið er, að Ásbyrgi hafi myndazt við tvö hamfarahlaup, annað fyrir 8-10 þúsund árum en hið síðara fyrir u.þ.b. 3 þúsund árum. Síðan hefur Jökla fært sig til austurs. Þjóðsagan segir, að hinn áttfætti hestur Óðins, Sleipnir, hafi stigið þar niður fæti, þegar goðið var á yfirreið. Ásbyrgi er hluti þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum (Vatnajökulsþjóðgarði).
og áfram að Dettifossi, skoða Hljóðakletta, Hólmatungur,
Ekki -gleyma Selfoss og Hafragilsfoss
Eftir það er ekið suður á hringveginn og alla leið til Egilsstaða.
Aðalból er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó á landinu, 100 km í Héraðsflóa og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr sögu Hrafnkels Hallfreðarsonar Freysgoða.
Ekki gleyma Sænautaseli. Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”.
Sögustaðir í nágreni Egilsstaða:
Eiðar: Fyrrum voru Eiðar stórbýli, en nú er þar skólasetur Menntaskólans á Egilsstöðum og kirkjustaður. Katólskar bændakirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður.
Gröf: er eyðibýli í Eiðaþinghá. Þar varð maður nágranna sínum bana í afbrýðiskasti 1729 með því að skera næstum af honum höfuðið.
Unaós: Unaós er austasti bær í Hjaltastaðaþinghá við ósa Selfljóts. Landnámsmaðurinn þar var Uni Garðarsson (Svavarssonar), sem kom til Íslands í erindum Haraldar hárfagra, sem vildi ná landinu undir sig.
Dagur 6. Egilsstaðir-Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell.
Skemmtilegast er að þræða Austfirðina. Þá er ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar og áfram suður. Margir aka um Skriðdal á þjóðvegi 1 niður í Breiðdal eða um Öxi niður í Berufjörð, sem er stytzta leiðin, eða komið við á Neskaupsstað.
Söguslóðir
Viðfjörður: Öldum saman var reimt á bænum í Viðfirði og upp úr sauð fyrir miðbik 20. aldar.
Breiðdalseldstöðin: Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L. Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum slíkum á Austurlandi.
Fossá-Fossárdalur: Nykurhylur er undir neðsta fossinum. Þar var nykur, sem lengi var reynt að losna við en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í ána eftir skírn á bæ í dalnum.
Gautavík: Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð. Talið er að Björn sviðinhorna hafi búið að Hamri. Hinn 7. júlí 1627 létu alsírskir sjóræningjar greipar sópa að Hamri og tóku 13 manns með sér.
Geithellnadalur: Geithellnar eða Geithellar eru fornt höfuðból. Talið er, að þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson hafi haft þar vetursetu í fyrri ferð sinni til Íslands
Hamarsdalur: Bærinn Hamar er norðan Hamarsár við botn fjarðarins. Þar var bænhús fyrrum, sem var þjónað frá Háli, en er löngu aflagt. Í túninu er eitt margra völvuleiða á Austfjörðum.
Hof í Álftafirði: Síðu-Hallur bjóð þar áður en hann flutti að Þvottá eftir að dökkar dísir höfðu drepið Þiðranda, son hans. Í Hofstúni sést Þiðrandalág, þar sem hann var drepinn. Séra Bjarni Guðmundsson var síðasti katólski presturinn á Hofi. Hann stóð einn presta í Múlaþingi gegn boðun hins nýja siðar og lét af prestskap fremur en að gera það.
Þvottá: Þvottá er syðsti bær í Álftafirði. Hallur Þorsteinsson, Síðu-Hallur, sem var meðal kunnustu landsmanna á söguöld, bjó þar í kringum aldamótin 1000. Hann tók við Þangbrandi presti og kristniboða einn vetur og tók skírn ásamt heimafólki sínu í ánni við bæinn og síðan var hún kölluð Þvottá.
Hvalnes: Hvalnes í Lóni er austasti bær í Austur-Skaftafellssýslu og stendur undir Eystrahorni, sem er hrikalegt og snarbratt fjall að mestu úr gabbró og granófýr. Skriðurnar við rætur þess eru gróðurlausar.
Ekki er mikið úr vegi að kíkja á Höfn áður en haldið er að Jökulsárlóni.
Jökulsárlón: Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndazt.
Svínafell: Svínafell í Öræfum var eitthvert mesta höfuðból Austurlands á fyrri tíð. Njálssaga segir okkur frá búsetu Flosa Þórðarsonar þar eftir árið 1000.
Þjóðgarðurinn Skaftafell: Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var gestastofan í Skaftafelli tileinkuð öllum þjóðgarðinum. Gestastofa Þjóðgarðsins er líka á Kirkjubæjarklaustri.
Vatnjökull: Goðaborg (1425m) er hnjúkur uppi af Hoffellsfjöllum í Hornafirði. Hún líkist húsi úr fjarska. Þangað flúðu hin heiðnu goð, þegar kristni var lögtekin.
Dagur 7. Skaftafell-Kirkjubæjarklaustur-Vík-Reykjavík
Dagurinn hefst með akstri yfir Skeiðarársand til Kirkjubæjarklausturs, yfir Eldhraun og Mýrdalssand til Víkur. Þá taka við Dyrhólaey, Skógafoss, Seljalandsfoss og Suðurlandsundirlendið áður en höfuðborgarsvæðið birtist framundan.
Söguslóðir
Lómagnúpur: Gnúpsins er getið í Njálssögu í tengslum við draum Flosa á Svínafelli, þegar hann sá jötuninn ganga út úr fjallinu.
Orrusstuhóll: Þjóðsaga segir frá tveimur ölduðum bændum af Síðu, sem hittust aldrei án þess að skattyrðast. Þeir dóu með skömmu millibili og voru báðir grafnir uppi á hólnum.
Áður er komið að Kirkjubæjarklaustri eru Dverghamrar eru brimsorfnir blágrýtisstuðlar skammt austan Foss á Síðu. Þar eru tvær fallegar klettaborgir, sem eru skoðunarverðar. Kirkjugólf er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs.
Kirkjubæjarklaustur: Kirkjubæjarklaustur á Síðu hét áður Kirkjubær og var þar löngum stórbýlt og má segja að svo sé enn.
Séra Jón Steingrímsson: Séra Jón Steingrímsson liggur grafinn í kirkjugarðinum og legsteinn á gröf hans, fimmstrendur blágrýtisstuðull.
Kúðafljót: Samkvæmt Landnámabók segir af Vilbaldi: „Hann fór af Írlandi og hafði skip það, er Kúði hét; hann kom í Kúðafljótsós.
Áður er komið að Vík í Mýrdal er Hjörleifshöði: er 221 m hátt móbergsfell á Mýrdalssandi suðvestanverðum. Samkvæmt Landnámu var þar fjörður fyrrum með botn inn að þvi.
Kerligardalur: Kerlingadalsá rennur um dalinn úr fjöllunum norðaustan Víkur. Líklega hefur Kerlingarfjörður gengið inn í fjöllin til forna.
Pétursey: er stakt móbergsfjall (275m) austan Sólheimasands í Mýrdal. Fjallið hét áður Eyjan há. Það er mjög gróið og merki sjást um hærri sjávarstöðu fyrrum. Á sturlungaöld bjuggust 200 manns til varnar uppi á fjallinu.
Skógafoss: Þrasi bjó fyrstur að Skógum. Sagt er, að hann hafi fólgið gullkistu í helli bak við Skógafoss og að það glitri í gull Þrasa gegnum vatnsúðann, þegar sólin skín á fossinn.
Ásólfsskáli: er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni.
Paradíarhellir: Vigfús Erlendsson á Hlíðarenda, lögmaður og hirðstjóri 1515, var maður ákaflega ríkur og mikill höfðingi. Hann átti Guðrúnu Pálsdóttir lögmanns á Skarði Jónssonar.
Hvolsvöllur: er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komnar á flestar ár í grenndinni.
Bergþórshvoll: Njálssaga er víðlesnust Íslendingasagna. Hún segir m.a. frá Njáli Þorgeirssyni, konu hans Bergþóru, börnum þeirra, vinum og tengdafólki.
Keldur eru stórbýli og kirkjustaður á Rangárvöllum. Þær voru í Keldnaþingum, sem voru aflögð 1880 og samtímis var sóknin færð að Odda.
Rangárkuml: Fornmannakumlanna, 2½ km austan Keldna á Rangárvöllum, var fyrst getið í upphafi 19. aldar. Þau eru báðum megin núverandi leiðar um Miðveg. Margir menn voru greinilega grafnir á öðrum staðnum,
Þórólfsfell: Þórólfsfell (574m) er austan byggðar í Fljótshlíð. Landnámabók segir frá landnámi Þórólfs Askssonar vestan Fljóts milli tveggja Deildaráa og að systursonur hans, Þorgeir gollnir, hafi búið þar síðan. Hans sonur var Njáll á Bergþórshvoli, sem hafði þar einnig bú (Njálssaga).
Stóra-Hof við Eystri-Ranga á Rangárvöllum var og er stórbú. Ketill hængur Þorkelsson nam lönd á milli Þjórsár og Markarfljóts og deildi því síðar með mörgum göfugum mönnum samkvæmt Landnámabók.
Ekið að Hellu: Hella eins og Hvollsvöllur eru á „Njáluslóð”, mikið um merka sögustaði úr Njálu í grenndinni og boðið er upp á ferðir á Njáluslóðir með góðri leiðsögn frá Njálusetrinu.
Laugardælakirkja: Bobby Fischer fyrverandi heimsmeistari í skák og íslenskur ríkisborgari er jarðsettur í kirkjugarði Laugdælakirkju 2008.
Selfoss: er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar. Selfosskaupstaður við Ölfusá, sunnan Igólfsfjalls.
Arnarbæli: Einhver mesti höfðingi Sturlungaaldar, Þorvarður Þórarinsson af Svínfellingaætt, fluttist austan af landi að Arnarbæli 1289. Hann bjó þar til dauðadags í 7 ár. Margir álíta, að hann hafi notað þennan tíma til að rita Njálssögu.
Kaldaðarnes: er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á um einkarétt Kaldaðarness til ferjuflutninga yfir ána og tvær ferjur voru í rekstri. Önnur var á heimajörðinni gegnt Arnarbæli og hin efri var í ferðum milli Kotferju og Kirkjuferju. Haukdælir áttu jörðina um tíma og Gissur Þorvaldsson bjó þar 1252 og á árunum 1257-58 eftir að hann fékk jarlsnafnbótina.
Reykir: Fyrrum stórbýlið Reykir í Ölfusi er við rætur Reykjafjalls austan Varmár. Sagt er, að Karli, þræll Ingólfs Arnarsonar, sem mælti hin fleygu orð: „Til ills forum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.
Hjalli: er bær og kirkjustaður í Ölfusi. Þar bjó einhver vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum tíma, Skafti Þóróddsson, lögsögumaður.
Kolviðahóll: Kolviðarhóll undir Hellisskarði var vinsæll og nauðsynlegur gististaður þeirra mörgu, sem fóru um Hellisheiði fyrrum. Einn fjölmargra kunningja á Kolviðarhóli var Brennivínsdraugurinn. Hann var talinn afturganga eftir danskan „assistent“ Sunchenbergverslunar í Reykjavík.
Söguslóðir uppsveita Árnessýslu:
Áshildarmýri Skeiðum: Áshildarmýri er sögustaður og forn samkomustaður neðarlega á Skeiðum. Ólafur tvennumbrúni nam Skeiðin skv. Landnámu.
Þjórsárdalur: Stöng er tengd örstuttri sögu um Gauk trandil, sem er sagður hafa búið þar og fíflað bóndakonuna á Steinastöðum, systur fóstbróður hans, Ásgríms Elliðagrímssonar.
Gaukshöfði Þjórsárdal: Gaukur á stöng var talinn vera í hópi fræknustu manna á sínum tíma. Ásgrímur Elliðagrímsson, fóstbróðir hans, er sagður hafa verið banamaður hans og vegið hann á Gaukshöfða.
Hruni: Hruni er bær, kirkjustaður og prestssetur í Hrunamannahreppi. Kirkjan, sem þar stendur var byggð árið 1865. Þorvaldur Gissurarson (1155-1235), sonur Gissurar Hallssonar í Haukadal, bjó í Hruna 1182-1225. Hann var goðorðsmaður, kænn höfðingi og prestvígður.
Bræðratunga: Landnáma segir Eyfröð hinn gamla hafa numið landi á milli Hvítár og Tungufljóts. Margir helztu höfðingjar landsins allt frá þjóðveldisöld og fram eftir öldum komu þar við sögu. Ásgrímur Elliðagrímsson, sem getið er í Njálssögu, bjó þar.
Haukadalskirkja: er í Skálholtsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Á kirkjuhurðinni er skjöldur, sem var upphaflega reiðaskjöldur, og á hann er festur hringur. Um þennan hring og rúst hjá kirkjugarðinum er til þjóðsaga.
Sigríður Tómasdóttir: fæddist í Brattholti 1874 og bjó þar til dauðadags. Bærinn var í alfaraleið þeirra, sem komu til að skoða Gullfoss, þannig að stundum var gestkvæmt. Systrunum í Brattholti þótti vænt um fossinn og voru oft leiðsögumenn gestanna. Þær gerðu fyrsta göngustíginn við fossinn.
Úthíð: hét fyrrum Hlíð hin ytri og var kirkjustaður í Biskupstungum
Laugarvatnsvellir: í Laugarvatnshelli um tíma, eða fram til 1922
Þingvellir: Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930.
Upp frá því voru Þingvellir þingstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í 868 ár samfleytt.
Það er líka upplagt að hefja Söguferðinna um Suðurland skoða veðurspá