Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja
  • Homepage
  • >
  • Vestfirðir, ferðast og fræðast

Vestfirðir, ferðast og fræðast

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru tiltölulega strjálbýlir. Byggðarkjarnar eru nokkrir, en flestir fámennir. Bændabýli eru fá og fækkar enn þá. Hvergi annars staðar á landinu fóru fleiri þorp og bændabýli í eyði á 20. öldinni.

Landslag er hálent og láglendi takmarkað, stundum aðeins mjóar ræmur með fjörðum fram. Landslagsfegurð er við brugðið á Vestfjörðum, sem eru elzti hluti vestara blágrýtissvæðis landsins. Sums staðar finnst jarðhiti. Atvinnulífið er einhæft og ótryggt og byggist að langmestu á fiskveiðum og -verkun. Landbúnaður er á hverfanda hveli. Ferðaþjónusta á sér vafalaust framtíðarmöguleika. Vestfirðir eiga sína aðild að Íslendingasögunum, s.s. með Fóstbræðrasögu, Gíslasögu, Sturlungu o.fl. Samgöngur innan svæðis og milli landshluta eru bærilegar á sumrin en ótryggar og stundum stopular á veturna. Afþreying er góð og er í stöðugri uppbyggingu. Ekki má gleyma nýtingu viðarreka á Vestfjarðakjálkanum, þar sem flestar galdrabrennur fóru fram, enda nægur eldsmatur.

Bæir og þéttbýliskjarnar á Vestfjörðum

Bíldudalur
Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merk…
Bolungarvík
Bolungarvík er kaupstaður við utanvert Ísafjarðardjúp og tengist Ísafirði með Óshlíðarvegi, sem þótti mikil framkvæmd um miðja öldina. Útræði hefur ve…
Flateyri
Flateyri hefur verið verslunarstaður frá 1792 og rak Hans Ellefsen hvalveiðistöð þar um 12 ára skeið. Hvalveiðistöðin brann árið 1901 og í kjölfar þes…
Flókalundur Bránslækur
Flókalundur er í Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er óhætt að fullyrða, að þetta svæði sé meðal hinna allrafegurstu á landinu og landið allt víði vaxið. …
Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Patreksfjörður
Patreksfjörður er syðstur Vestfjarða og kauptúnið er utarlega við norðanverðan fjörðinn. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi og fiskvinnslu sem og …
Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Súðavík
Súðavíkurhreppur er nokkurs konar smækkuð mynd Vestfjarða, þar sem hver fjörður og nes hefur sitt séryfirbragð og náttúrunnendur geta valið úr fjölmör…
Suðureyri
Suðureyri við Súgandafjörð er vinalegt kauptún á sandeyri undir fjallinu Spilli við sunnanverðan fjörðinn. Við fjörðinn norðanverðan (Norðureyri) nær …
Tálknafjörður
Tálknafjörður er lítið kauptún, sem fyrrum var nefnt Sveinseyri eða Tunguþorp, þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur verið stunduð af miklum kraf…
Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er ei…

Landshlutar Ferðavísir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )