Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja
  • Homepage
  • >
  • Norðurland, ferðast og fræðast

Norðurland, ferðast og fræðast

Norðurland Vestra

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Norðurland vestra er allþéttbýlt, mörg bændabýli og nokkrir þéttbýlisstaðir. Landslag er fjölbreytt, misstór fjalllendi skilja láglendissvæðin að. Norðurland vestra er hluti vestara blágrýtissvæðisins með greinilegum jökulurðum, ótal vötnum, ljósgrýtisinnskotum og nokkrum jarðhita. Atvinnulífið byggist á landbúnaði, fiskveiðum og -verkun og ferðaþjónustu. Þetta landssvæði á sína þætti í Íslendingasögunum, s.s. Sturlungu, Heiðarvígasögu og Grettissögu. Samgöngur innan svæðis eru misgóðar eftir árstíðum og þjóðvegur 1 liggur í gegnum það. Afþreying er fjölbreytt og færist stöðugt í aukana.

Bæir og þéttbýliskjarnar á Norðurlandi vestra

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Laugarbakki
Laugarbakki er lítið þorp á jarðhitasvæði á austurbakka Miðfjarðarár. Þar hét áður Langafit. Í  Grettissögu segir frá örlagaríku hestaati þar. Fyrsta …
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Skagaströnd. Höfðakaupsstaður
Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram. Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. …
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Víðigerði Víðidalur
Víðigerði og Víðihlíð eru við þjóðveginn í Víðidal vestanverðum. Dalurinn er á milli Línakradals og Vesturhóps að vestan og Vatnsdals að austan. Víðig…

Norðurland Eystra

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Siglufirði til Raufarhafnar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Norðurland eystra er þéttbýlt vestan til en byggð verður æ strjálli er austar dregur. Landslag er fjölbreytt, misstór fjalllendi skilja láglendissvæðin að. Stór hluti þessa svæðis nær yfir eldvirka gosbeltið, þar sem háhitasvæði og móbergsfjöll ráða ríkjum. Þarna eru margar áhugaverðustu náttúruperlurnar, stærsta hraunsvæðið og annað hinna tveggja hættulegu jarðskjálftasvæða landsins. Í gosbeltinu eru stór háhitasvæði og lághitasvæði á jöðrum þess. Atvinnulífið er allfjölbreytt, iðnaður, fiskveiðar og -verkun, landbúnaður og mikil ferðaþjónusta.

Víða er að finna staði tengda sögunum, s.s. Sturlungu og Grettis-sögu. Samgöngur innan svæðis eru misgóðar eftir árstíðum og þjóðvegur 1 liggur í gegnum það. Afþreying er fjölbreytt. Líklega hefur byggð haldizt lengur víða norðanlands, þar sem nú eru eyðibyggðir með ströndum fram, vegna reka og fleiri hlunninda.

Þéttbýlisstaðir Norðurlandi Eystra

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Grenivík
Grenivík er kauptún í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar og norðan Dalsmynnis. Samkvæmt Landnámu nam maður að nafni Þormóður land á þessum slóðum. Ka…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Raufarhöfn
Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs…
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvin…
Landshlutar Ferðavísir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )