Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsfjörður

Ólafsfjörður

Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir. Ólafsfjörður, Siglufjörður, og fleiri staðir á Norðurlandi og Vestfjörðum, hafa alið marga af landsins beztu skíðamönnum, s.s. Kristinn Björnsson, sem var meðal beztu skíðamanna heims í Alpagreinum.

Norrænu greinarnar hafa þó ætíð skipað veglegan sess hjá Ólafsfirðingum og hafa þeir lengi státað af góðum stökk- og göngumönnum. Verðurblíða getur orðið mikil í Ólafsfirði og er þar boðið upp á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn allan ársins hring. Veggöng gegnum Ólafsfjarðarmúla, alls 3,4 km tengja kaupstaðinn við Eyjafjörð.

Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti samgöngubóta milli kauptúnanna. Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra. Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng. Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.

Það er heillaráð að halda áfram norður Tröllaskagann frá Akureyri, sé fólk á vesturleið eða öfugt fyrir þá, sem eru á leið um Skagafjörðinn og Hofsós til Akureyrar. Leiðin er afskaplega falleg og Siglufjörður og Ólafsfjörður taka vel á móti ferðamönnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er um  410 km til Akureyrar 60 km.

Myndasafn

Í grennd

Garðsárvirkju
Ólafsfirðingar ákváðu að virkja Garðsá og lagði Rafmagnseftirlit ríkisins til að virkjun yrði valinn staður  sunnan við Skeggjabrekku, efst innI á mi…
Golfklúbbur Ólafsfjarðar
Skeggjabrekkuvöllur 625 Ólafsfjörður Sími: 466- 9 holur, par 33. Árið 1967 var byggður 6 holu völlur á túninu neðan við bæinn Bakka. Sumarið 197…
Héðinsfjörður
Héðinsfjörður er 5-6 km langur og rúmlega 1 km á breidd. Vestan hans er Hestfjall (536m) og að austan   Hvanndalabyrða (624m). Ekkert undirlendi er me…
Hvanndalabjarg
Hvanndalabjarg er u.þ.b. 600 m hátt standberg milli Ólafsfjarðar og Hvanndala, víða skorið gjám og skörðum. Hrikalegust er Skötugjá, rétt utan Fossdal…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Lágheiði
Lágheiði (209m) er sumarfjallvegur milli Stíflu og Ólafsfjarðar. Hún er tiltölulega lágur og gróinn dalur. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla og síðar gö…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Tjaldstæðið Ólafsfjörður
Það er heillaráð að halda áfram norður Tröllaskagann frá Akureyri, sé fólk á vesturleið eða öfugt fyrir þá, sem eru á leið um Skagafjörðinn og Hofsós …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )