Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsfjörður

Ólafsfjörður

Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir. Ólafsfjörður, Siglufjörður, og fleiri staðir á Norðurlandi og Vestfjörðum, hafa alið marga af landsins beztu skíðamönnum, s.s. Kristinn Björnsson, sem var meðal beztu skíðamanna heims í Alpagreinum.

Norrænu greinarnar hafa þó ætíð skipað veglegan sess hjá Ólafsfirðingum og hafa þeir lengi státað af góðum stökk- og göngumönnum. Verðurblíða getur orðið mikil í Ólafsfirði og er þar boðið upp á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn allan ársins hring. Veggöng gegnum Ólafsfjarðarmúla, alls 3,4 km tengja kaupstaðinn við Eyjafjörð.

Sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður voru sameinuð í Fjallabyggð árið 2006 eftir að vænta mátti samgöngubóta milli kauptúnanna. Það var þó ekki fyrr en 2. október 2010, að tvenn göng voru opnuð milli þeirra. Göngin frá Ólafsfirði í Héðinsfjörð eru 6,9 km löng og þaðan til Siglufjarðar eru hin göngin 3,7 km löng. Áætlanir um notkun ganganna voru fremur varfærnar, svo það kom flestum þægilega á óvart, að umferð um þau var verulega meiri en væntingar.

Það er heillaráð að halda áfram norður Tröllaskagann frá Akureyri, sé fólk á vesturleið eða öfugt fyrir þá, sem eru á leið um Skagafjörðinn og Hofsós til Akureyrar. Leiðin er afskaplega falleg og Siglufjörður og Ólafsfjörður taka vel á móti ferðamönnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er um  410 km til Akureyrar 61 km.

Myndasafn

Í grend

Garðsárvirkju
Ólafsfirðingar ákváðu að virkja Garðsá og lagði Rafmagnseftirlit ríkisins til að virkjun yrði valinn staður  sunnan við Skeggjabrekku, efst innI á mi…
Héðinsfjörður
Héðinsfjörður er 5-6 km langur og rúmlega 1 km á breidd. Vestan hans er Hestfjall (536m) og að austan   Hvanndalabyrða (624m). Ekkert undirlendi er me…
Hvanndalabjarg
Hvanndalabjarg er u.þ.b. 600 m hátt standberg milli Ólafsfjarðar og Hvanndala, víða skorið gjám og skörðum. Hrikalegust er Skötugjá, rétt utan Fossdal…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Tjaldstæðið Ólafsfjörður
Það er heillaráð að halda áfram norður Tröllaskagann frá Akureyri, sé fólk á vesturleið eða öfugt fyrir þá, sem eru á leið um Skagafjörðinn og Hofsós …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )