Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hálendið

Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli landsins alls. Við köllum hálendið líka óbyggðir, enda búa fáir ofar framangreindra marka. Helztu nafngreindu svæði hálendisins eru Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Ódáðahraun, Brúar- og Vesturöræfi, Lónsöræfi og Landmanna- og Síðuafréttur.

Því miður hafa allt of fáir lagt leið sína á þessar slóðir og misst af þeim góðu áhrifum, sem öræfin hafa á fólk. Þarna uppi er ekki eintóm og tilbreytingalaus eyðimörk eins og margir halda. Landslag er víðast ákaflega fagurt og fjölbreytt og þar er líka að finna einstakar vinjar, græna perlur, í grárri auðninni.

Hálendið skiptist í jökulsorfið landslag og jökulöldur, sanda, hraun, vötn og jökla. Gróðurvinjar eru einungis þar sem vatn er í nánd. Sums staðar í skjóli fyrir köldustu vindáttunum er að finna hágróður allt upp í 700 m hæð yfir sjó.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar. Margir, sem hafa ánetjast hálendinu, fá enga aðra úrlausn en að vera þar reglulega á ferðinni. Þetta er eins og ólæknandi sjúkdómur, sem er hægt að halda í skefjum með réttum lyfjum.

Á sumrin er haldið uppi áætlunarferðum í Landmannalaugar og Þórsmörk.

Hálendið  –  Hvernig er farið inn á Hálendið.

Góða ferð og munið þá gullnu reglu að taka aðeins minningar og myndir með ykkur af hálendinu. 

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir ...
Eyjabakkar
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verp ...
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og T ...
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri ...
Gæsavatnaleið
Nú á dögum eru fáar fjallaleiðir eftir fyrir þá, sem kæra sig ekki um uppbyggða vegi og brýr yfir allar . Gæsavatnaleið liggur frá Tómas ...
Jökulheimar
Jökulheimar eru í Tungnárbotnum nærri jaðri Tungnárjökuls. Þangað er ekið eftir Veiðivatnaleið að og austan Ljósufjalla þar til komið ...
Kaldidalur
Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur á ...
Kárahnjúkar
Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Meg ...
Kjölur
Kjölur er svæðið milli Langjökuls í vestri og Hofsjökuls í austri, Hvítár í Suðri og Seyðisár og í norðri.      Hvítár liggur lei ...
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á   suðvesturhluta gossprungunna ...
Laugafell og Laugafellshnjúkur
Laugafell og Laugafellshnjúkur (892 og 987 m) eru norðaustan Hofsjökuls og sjást víða að. Hnjúkskvísl fellur á milli þeirra en Laugakvísl ...
Lónsöræfi
Öræfin eru austan Vatnajökuls og upp af Lóni bera þetta nafn. Þau ná frá Skyndidal í suðri að Geldingafelli í norðri og Hofsjökli og Jö ...
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat ...

Landshlutar Ferðavísir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )