Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jöklar

Langjökull

Jöklar Íslands

Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú, að úrkoma er meiri sunnanlands en norðan. Jöklar voru litlir á landnámsöld en stækkuðu hratt, þegar kólnaði á síðmiðöldum og þeir uxu allt fram undir aldamótin 1900. Þá tóku þeir að hörfa en en upp úr 1988 stóðu þeir að mestu í stað í nokkur ár en fóru síðan að hopa á ný. Ferðalög yfir jöklana voru ekki tíð fyrrum en eru nú daglegt brauð, bæði sumar og vetur. Meðalhiti ársins, sem er nú 5°C, þyrfti ekki að lækka mikið til þess að jöklar færu að stækka. Íslenzkir jöklar eru þíðjöklar og eitt einkenni þeirra er aragrúi af skriðjöklum, sem eru á stöðugri hreyfingu. Stundum taka þeir kipp og skríða fram með látum en hopa síðan þar til sagan endurtekur sig. Miðað við núverandi virkjunastöðu á landinu eru Vatna- og Hofsjökull mikilvægustu vatnsforðabúr fyrir orkuver okkar. Fjórir meginjöklar landsins, Langjökull, Hofsjökull, Mýrdalsjökull og Vatnajökull eru á eldvirka beltinu og á sögulegum tíma hafa eldgos verið tíðust undir hinum síðastnefnda. Ýmiss konar jöklaferðir á Snæfellsjökul, Langjökul, Mýrdalsjökul og Vatnajökul eru í boði.

Myndasafn

Í grennd

Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Nátturan og Orkan
Lítið dæmi um náttúru og Orku: Íslendingar búa á mörkum hinnar landfræðilegu Norður-Ameríku og Evrópu sé hryggur Mið-Atlantshafsins notaður til við…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )