Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nátturan og Orkan

Eldgos Reykjanesi

Lítið dæmi um náttúru og Orku:

Íslendingar búa á mörkum hinnar landfræðilegu Norður-Ameríku og Evrópu sé hryggur Mið-Atlantshafsins notaður til viðmiðunar, enda er landið útvörður álfunnar í vestri. Stutt er héðan til næsta lands, Grænlands, sem tilheyrir Norður-AmerÍ­ku. Atlantshafsströnd Evrópu og eyjar vestan hennar eru vesturmörk álfunna

Einhugur hefur ekki verið um upphaf litlu ísaldar og margir vísindamenn töldu hana hafa hafizt í kringum 1450 og ýmist var hún tengd eldgosum eða sólblettum. Þessi rannsókn bendir til að þessi fjögur gos hafi orðið í hitabeltinu.

Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú, að úrkoma er meiri sunnanlands en norðan. Jöklar voru litlir á landnámsöld en stækkuðu hratt, þegar kólnaði á síðmiðöldum og þeir uxu allt fram undir aldamótin 1900.

Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli landsins alls. Við köllum hálendið líka óbyggðir, enda búa fáir ofar framangreindra marka

Mestur hluti Vestfjarða og Stranda er háslétta með fjörðum og dölum sem myndast hafa þegar ísaldarjökull gróf sig niður. Víða í fjallshlíðum og þá sérstaklega þeim sem snúa gegnd norðri eru hvilftir (skála eða botnar)

Suðurlands- og Snæfellsnesgosbeltin eru dæmi um hliðarbelti (Flank Zones).

Í Vestmannaeyjum er alkalískt berg, líkt og á Snæfellsnesi. Ljóst er að nýrunnið hraungrjót verður fljótt brimsorfið sbr. reynslu og rannsóknir í Surtsey og á Heimaey. Helgafell.
Jarðskjálftabeltið á Suðurlandi er kallað víxlgengi (Transform Fault; 80 km langt og 10 km breitt).

Austurland:
Við boranir á Austurlandi kom í ljós, að gangberg er u.þ.b. 50% bergs á 3 km dýpi. Á Austurlandi eru a.m.k. 14 megineldstöðvar. Líklega eru Austfirðir elzti hluti landsins. Elzta berg á yfirborði við Gerpi er u.þ.b. 16 milljóna ára.

Mesta jökulrof ísaldar var 2 – 3 km. Það olli því, að innskot, kvikuhólf og kvikuþrær urðu að yfirborði landsins, þegar ísaldarjökullinn hvarf. Jarðskorpan er sveigjanleg og rís við minnkun fargsins. Líklega grynnist innsiglingin í höfninni á Höfn í Hornafirði stöðugt vegna þess, að Vatnajökull er að minnka.

Norðurland:
Hverfjall myndaðist á 2 – 3 sólarhringum fyrir 2500 árum og varð eins og það er vegna þess, að gosið var í stöðugri snertingu við grunnvatn.
Hæðarsporðskerfi (Lúdents- og Þrengslaborgir). Þetta er nýtt nafn á því kerfi.
Eldra Laxárdalshraun kom úr Ketildyngju og fór í sjó fram fyrir ca. 3800 árum.

Krafla. Goshrina í 2500 ára gosskeiði (Hverfjallsskeiði): Hverfjallsskeið, Hólseldar, Daleldar (þar sem virkjunin er), Mývatnseldar og Kröflueldar. Kvikuhólf er á ca 3 km dýpi og nær niður á 7 km dýpi.

Vesturland:
Eldvirkni á Snæfellsnesi

Eldvirkni á Snæfellsnesi er á hliðarbeltum vestan aðalrekássins og leiða má líkur að a.m.k. einu eldgosi í þessum landshluta á sögulegum tíma, þótt nútímavísindi taki ekki undir frásögn í Landnámu um tilurð Eldborgar. Hún er nú talin eldri en 5000 ára en nokkuð víst þykir, að stór gjallgígur norðaustan Eldborgar, Rauðhálsar, hafi myndast í gosi snemma á landnámsöld. Vísindamenn eru ekki sammála um ástæður eldvirkni á þessum slóðum. Vestasta goskerfið er kennt við Snæfellsjökul.

Eldgos á Íslandi

Flekarekið er í austur og vestur, en ameríska og evróasíska kerfið færist saman í norðvestur yfir heita reitinn. Hægt er að rekja feril, sem heitir reitir mynda á plötunum vegna þess, að þær færast yfir þá líkt og þykk stálplata sé logskorin, loginn er fastur en flekarnir færast. Ofan á heita reitnum, undir mestöllu landinu er 20 – 100% hlutbráðið lag. Það er ofan á möttulstreyminu á ca. 5 – 20 km dýpi.
Þannig að þar er nóg efni í eldgos.
Eldgos á Reykjanesi

Myndasafn

Í grennd

Ferðast og Fræðast,
Ferðast og Fræðast Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Nún…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Jarðfræði Íslands
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )