Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stangveiði

Það er alveg heillaráð að eyða að minnsta kosti hluta sumarleyfisins til ferðalaga innanlands. Meðal þess, sem er spennandi og til heilsubótar, er að taka sér veiðistöng í hönd og ganga meðfram bökkum góðrar veiðiár eða veiðivatns. Það er ekkert eins róandi og að tengjast móður náttúru beint. Veiðileyfi hérlendis eru ekki eins dýr og margir halda. það er hægt að fá ódýr veiðileyfi í margar laxveiðiár og leyfi til silungsveiði í vötnum og ám eru oftast mjög ódýr. Fjöldi laxveiðiáa er u.þ.b. 100 og fjöldi silungsáa og veiðivatna skráða og óskráða er nánast óteljandi. Nú er bara að skoða veiðinetið og njóta veiðisumarsins.

Veiði í Hálendisvötnum frá miðjum júní til ágústloka

Hálendisvötnin á Íslandi eru óteljandi. Sum þeirra eru tengd mismunandi löngum ám. Í flestum þessara vatna er urmull af punda silungi. Það er líka hægt að krækja í stóran silung í hálendisánum. Helstu veiðisvæðin á hálendinu eru Veiðivötn, Fjallabak við landmannaleið, Skaftártunguafréttur, Auðkúluheiði, Eyvindarstaðaheiði og Arnarvatnsheiði.

Það er ekki hægt að komast að sumum þessara veiðivatna nema í fjórhjóladrifnum bílum og sums staðar verður að leggja land undir fót til að komast í tæri við bleikjuna og urriðann. Veiðivötn á annesjum norðanlands og annars staðar nær byggðu bóli eru talin með vötnum í byggð, s.s. á Skaga og Melrakkasléttu.

Stangveiðivefnum er skipt í lax- og silungsveiði og flokkað eftir landshlutum hér til hliðar og neðan í símum.

Arnarvatnsheiði og Tvídægra veiðivötn
Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru heiðarflæmi, sem þekja norðvestuhluta meginhálendisins. Þar eru vötn…
Auðkúluheiði – Grímstunguheiði – Friðmundarvötn.
Leiðir að vötnum á þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og  …
Veiðifréttir
Íslenskar veiðifréttir Veiðifréttir eru okkur nauðsynlegar þegar nær dregur vori og við hugsum til s…
Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúru…
Veiðivötn Hrauneyjarsvæði
Veiðivötn eru meðal fegurstu svæða landsins. Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð t…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn o…

Veiðstaðir eftir landshlutum

Veiði eftir landshlutum

Veiðifréttir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )