Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja
  • Homepage
  • >
  • Vesturland, ferðast og fræðast

Vesturland, ferðast og fræðast

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðarkjarnar eru nokkrir og misstórir. Landslag er fjölbreytt, hálent og láglent. Það skiptast á stór og lítil láglendissvæði, fjöll og fjallgarðar. Svæðið tilheyrir vestara blágrýtissvæðinu með móbergs-, ríólít-, gabbró- og granófýrinnskotum. Einnig er víða að finna litlar hraunbreiður, sem hafa myndast eftir ísaldarlok. Hvergi á landinu er að finna stærri lághitasvæði en hér. Það úir og grúir af einstökum náttúruperlum og merkum sögustöðum. Atvinnulífið byggist á fiskveiðum og vinnslu, ferðaþjónustu og landbúnaði og er tiltölulega tryggt. Þessi landshluti er líklega söguríkasti hluti landsins og tengist m.a. Landnámu, Harðar sögu og Hólmverja, Gunnlaugssögu, Egilssögu, Laxdælu, Eyrbyggju, Grænlendingasögu, Njálu, Sturlungu og Gísla sögu Súrssonar. Samgöngur innan svæðisins eru tiltölulega góðar, en misgóðar til annarra landshluta. Þjóðvegur 1 liggur í gegnum hluta Vesturlands. Afþreying er allfjölbreytt.

Bæir og þéttbýliskjarnar á Vesturlandi

Borgarfjörður

Akranes
Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og …
Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt l…
Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur Sveitafélagið er dreifbýlishreppur (landbúnaðarhérað), 298 ferkílómetrar að stærð. Íbúar með  lögheimili í hreppnum 1. janúar 2020 vor…
Reykholt í Reykholtsdal
Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar, sem margir telja merkasta skáld, rithöfund…

Snæfellsnes

Arnarstapi, Snæfellnes
Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður …
Grundarfjörður
Grundarfjörður er sérlega fagur fjörður, umluktur fjöllum á þrjá vegu, sem eiga vart sinn líkan að fjölbreytni, og er þar Kirkjufell mest áberandi. Sa…
Hellissandur og Rif,
Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi líkt og víðar á útnesinu. Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum geymir m.a. Blika, elzta varðveitta áraskip á Íslan…
Hellnar
Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar…
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Stykkishólmur
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…

Dalir

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…

Landshlutarnir Ferðavísir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )