Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellissandur og Rif

Hellissandur

Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi líkt og víðar á útnesinu. Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum geymir m.a. Blika, elzta varðveitta áraskip á Íslandi, smíðað 1826. Staðurinn er dæmigert sjávarþorp þótt engin sé höfnin. Þar sjást enn víða minjar um sjávarútveg t.d. lending í Keflavík.

Bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar eru á Hellissandi.

Rif var einhver mesta verzlunarhöfn á Snæfellsnesi fyrrum, en hún eyðilagðist þegar Hólmkelsá breytti farvegi sínum. Staðurinn á sér merka sögu og þar vógu Englendingar Björn ríka árið 1467. Þá mælti Ólöf ekkja hans hina fleygu setningu:„Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði”. Mjög góð höfn er á Rifi og nokkur fyrsta flokks fiskvinnsluhús. Ólafsvík, Hellissandur og Rif eru nú hlutar Snæfellsbæjar.

Kvöld eitt í byrjun nóvember árið 1993 söfnuðust rúmlega 500 manns saman á Hellissandi. Þar á meðal var erlent sjónvarps- og kvik-myndatökulið. Lögregla og björgunarsveit voru í viðbragðsstöðu, andrúmsloftið var þrungið spennu og allir biðu eftir því að klukkan myndi slá sjö mínútur yfir níu. Þá var nefnilega von á heimsókn utan úr geimnum.

Geimverur hafa boðað komu sína til Íslands þann 5. nóvember 1993 og munu þær lenda fari sínu á Snæfellsjökli. Svo virðist sem tilgangurinn með ferð þeirra hingað til lands sé fyrst og fremst að sýna sig opinberlega. Enn hvað um það. verið velkomin.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. 

Myndasafn

Í grend

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hólahólar
Hólahólar eru gömul gígaþyrping á vestanverðu Snæfellsnesi, steinsnar frá þjóðveginum. Hægt er að aka  á jafnsléttu inn á sléttan og gróinn botn gígs…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Lóndrangar og Þúfubjarg
Lóndrangar eru tveir klettar, sem tróna við ströndina skammt austan Malarrifs og vestan Þúfubjargs í  Breiðuvíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fr…
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull (1446m) á Snæfellsnesi er meðal formfegurstu jökla landsins. Flatarmál hans hefur minnkað mikið,  að vart er meira eftir en u.þ.b. 7 km…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )