Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sjóminjasafnið Hellisandi

Sjómannadagsráð á Hellissandi og Rifi komu upp þessu safni í Sjómannagarðinum til minningar um  sögu sjómennsku. Þar má sjá áraskipið (áttæring) Blika sem smíðað var í Akureyjum árið 1826 og var róið til fiskjar til ársins 1965. Safnið á einnig annað áraskip, Ólaf Skagfjörð, sem stefnt er að að komi í safnið. Þá er þar endurbyggð síðasta þurrabúðin, Þorvaldarbúð, sem búið var í á Hellissandi. Þar eru og ýmsir hlutir s.s. örnefnakort, aflraunasteinar, bátavélar og listaverkið “Jöklarar” eftir Ragnar Kjartansson.

Í vesturenda Sjómannagarðsins er mjög góð aðstaða til útihátíðahalda. Um garðinn liggur gönguleið að góðum útsýnisstað og um leið inn í Sandahraunið og að íþróttavelli.

Myndasafn

Í grennd

Hellissandur og Rif,
Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi líkt og víðar á útnesinu. Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum geymir m.a. Blika, elzta varðveitta áraskip á Íslan…
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )