Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja
  • Homepage
  • >
  • Höfuðborgarsvæðið, ferðast og fræðast

Höfuðborgarsvæðið, ferðast og fræðast

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá botni Hvalfjarðar og vestan Þingvallavatns til sjávar við rætur Reykjaness. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið hér að neðan. Suðvesturland er þéttbýlasti hluti landsins. Þar búa næstum 75% íbúa landsins. Landslag er tiltölulega láglent á Reykjanesi og með ströndum fram, en það hækkar og láglendi minnkar, er norðar dregur. Norðan til er þetta landsvæði hluti af vestara blágrýtissvæði landsins en móbergs- og ríólítfjöll og hraunbreiður skiptast á annars staðar. Víða er að finna skoðunarverðar náttúruperlur og sögustaði. Atvinnulíf er fjölskrúðugra og tryggara á Suðvesturlandi en víðast annars staðar á landinu. Þessi landshluti kemur víða við í Íslandssögum, s.s. í Landnámu, Sturlungu og Gunnlaugssögu. Þróun byggðar er hægt að rekja til fyrsta landnáms norrænna manna til okkar tíma. Samgöngur innan svæðisins og milli þess og annarra landshluta eru betri en annars staðar á landinu allt árið. Hvergi annars staðar á landinu er boðin fjölbreyttari og tryggari afþreying allt árið en á Suðvesturlandi, þótt sumt þurfi að sækja út fyrir mörkin.

Bæir og þéttbýliskjarnar á Höfuðborgarsvæðinu

Bessastaðahreppur
Bessastaðahreppur er á Álftanesi og mörk hans eru þar sem nesið er mjóst á milli Skógtjarnar og   Lambhúsatjarnar. Byggð hefur þanizt út á nesinu sl. …
Garðabær
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Garðabær> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarrét…
Hafnarfjörður
Hafnarfjörður, sem gengur undir nafninu „Bærinn í hrauninu”, fékk ekki kaupstaðarréttindi fyrr en árið   1908 þó svo að staðurinn hafi verið einn miki…
Kópavogur
Þingvellir 49 km, Selfoss 57 km, <Kópavogur> Borgarnes 74 km, Keflavík 54 km, Grindavík 52 km. Kópavogur er bær í örum vexti og byggðist upp …
Mosfellsbær
Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nesjavöllum er u…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Seltjarnarnes
Seltjarnarneskaupstaður stendur vestast á samnefndu nesi. Góð verzlunarþjónusta er á Seltjarnarnesi og einnig eru mörg fyrirtæki í léttum iðnaði með a…

Landshlutar Ferðavísir

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )