Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjavík

Tjörnin í Reykjavík

Reykjavík

Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 36,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og flestar opinberar stofnanir og öll ráðuneyti. Alþingi hefur aðsetur sitt í Reykjavík en það er talið elzta þjóðþing heims. Alla félagslega þjónustu er hér að finna sem og alla aðra þjónustu, sem býðst á landinu. Þó svo að borgin nái yfir mikið landsvæði (242 km²) er stutt í óspillta náttúru og í gegnum borgina renna Elliðaárnar, sem voru oft með beztu laxveiðiám landsins og er gjarnan rennt fyrir lax undir brúnum á ánum meðan hraðbrautarumferð geisist þar yfir.

Fyrsti landsnámsmaður Íslands, Ingólfur Arnason, varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð á skipi sínu, þegar hann nálgaðist suðurströnd landsins árið 874 og hét því að setjast þar að þar sem þær bæri að landi.

Hann fann þær í Reykjavík og þar settist hann að og hefur verið byggð þar síðan. Ingólfur og lið hans sáu hvar „reykur” stóð úr jörðu skammt frá stað þeim, sem öndvegissúlurnar fundust, og því var víkin nefnd „Reykjavík”. Um jarðhita hefur þó verið að ræða enda er mikið um jarðhitasvæði í og undir Reykjavík sem borgarbúar njóta góðs af.

 

Myndasafn

Í grend

Elliðavatn
Elliðavatn er eitt margra vatna innan höfuðborgarsvæðisins. Vatnið er 1,8 km² og í 74 m hæð yfir sjó. Í falla Bugða og Hólmsá. Þar er ...
Golfklúbbur Reykjavíkur
GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR Grafarholtsvöllur 110 Reykjavík Sími: 585-0210 Fax: 585-0201 18 holur, par 35/36 Vallaryfirlit Mjög erfitt va ...
Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um HöfuðborgarsvæðiðGönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið hel ...
Höfuðborgarsvæðið
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá botni Hvalfjarðar og vestan Þingvallavatns til sjávar við rætur Reykjaness. Þéttbýlis- og merkissta ...
Orkuveita Reykjavíkur OR
Orkuveita Reykjavíkur varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist ...
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Bessastaðakirkja ...
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )