Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borgarnes

Borgarnes vetur

Borgarnes

Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hét áður Digranes samkvæmt Egilssögu.

Fram af Borgarnesi er Brákarey. Hún er tengd við land með brú yfir Brákarsund, en sundið er kennt við Þorgerði brák, ambátt Skallagríms, en hann banaði henni þar með steinkasti. Borgarnes er af mörgum talinn einn af vinalegustu þéttbýilisstöðum landsins. Þar er Skallagrímsgarður,  fallegur skrúðgarður, og innan hans er m.a. minnismerki, sem sýnir Egil Skallagrímsson flytja son sinn heim andvana.

Borgarbyggð býður upp á margt áhugavert, s.s. golf, veiðar, góðar sundlaugar, hótel, gistiheimili og tjaldstæði. Náttúrufegurð þar er viðbrugðið og fjölmargir sögufrægir staðir eru innan Borgarbyggðar og nágrennis,hverir, falleg stöðuvötn, bergvatnsár og jökulsá, og einstakir fossar, svo fátt eitt sér nefnt.

Seleyri er sunnan brúarendans gegnt Borgarnesi. Þar voru kaupstefnur haust og vor eða útibú frá verzlunum í Borgarnesi fyrir bændur í sunnanverðum Borgarfirði. Um Seleyrina og undir brúnni eru leiðslur fyrir heitt (Deildartunguhver) og kalt vatn (úr Hafnarfjalli).

Myndasafn

Í grennd

Borg á Mýrum
Prestsetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og austan Borgarness. Í   katólskum sið var kirkjan helguð Mikael erkiengli. K…
Borgir og bæir í stafrófsröð
Hér eru helstu þéttbýliskjarnar landsins Akranes Akureyri Arnarstapi Árnes Árskógssandur …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hvanneyri
Byggðarkjarni, skólasetur og kirkjustaður í Andakíl. Þar bjó fyrstur Grímur hinn háleyski Þórisson, sem   Skalla-Grímur gaf land „fyrir sunnan fjörð”…
Illdeilur á Íslandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Íslandi …
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )