Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarstapi, Snæfellnes

Arnarstapi

Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður hafa búið. Vitinn er frá 1941. Þar var verzlunarstaður á einokunartímanum. Fuglalíf meðfram ströndinni og gjárnar, sem brimið hefur skapað, er mjög áhugavert. Þegar brimar, gýs sjórinn upp úr gjánum (Hundagjá, Miðgjá og Músarhola). Vestan við gjárnar, á bak við minnismerkið um Bárð Snæfellsás (Ragnar Kjartansson) er Gatklettur.

Umboðsmenn konungsjarða sátu þar frá árinu 1565 og oft sýslumenn og aðrir höfðingjar. Á 19. öld sátu þar einnig amtmenn. Nýaldarsinnar, sem trúa á útgeislun orku frá Snæfellsjökuls, safnast gjarnan saman á Arnarstapa eða Hellnum hvert sumar til að njóta hennar og iðka þar ýmsar kúnstugar æfingar. Ágætis gönguleið liggur frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur (u.þ.b. 4 klst.).

Arnarstapi meira:
Á 19. öld sátu þar einnig amtmenn. Nýaldarsinnar, sem trúa á útgeislun orku frá Snæfellsjökuls, safnast gjarnan saman á Arnarstapa eða Hellnum hvert sumar til að njóta hennar og iðka þar ýmsar kúnstugar æfingar. Ágætis gönguleið liggur frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur (u.þ.b. 4 klst.).

Einnig er hægt að aka þessa leið á jeppum og af háhálsinum er oftast gengið á jökulinn (1446m). Fyrirtækið Snjófell býður snjóbíla- og snjósleðaferðir frá jökulröndinni þar uppi. Önnur vinsæl gönguleið er á milli Arnarstapa og Hellna (u.þ.b. 3 km). með ströndinni til vesturs. Vegalengdin frá Reykjavík er um 188 km um Hvalfjarðargöng.

Stapafell (526m; móberg). Vegur liggur upp austanverða hlíð fjallsins yfir Jökulháls til Ólafsvíkur. Hann verður fær um leið og snjóa leysir efst. Hann er notaður til að flytja fólk að jökulrönd. Efst á fjallinu er svokallaður Fellskross, sem er fornt helgitákn, enda er fellið bústaður dulvætta. Botnsfjall er norðaustan vegarins upp. Þar er Rauðfelds- eða Rauðfeldargjá, sem klýfur fjallið niður í rætur. Það er hægt að ganga inn að fossinum í botni hennar, en hafa skal í huga, að ævinlega er hrunhætta í svona gjám. Rauðfeldar Þorkelssonar er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss en Bárður var föðurbróðir hans. Eitt sinn, þegar Rauðfeldur og bróðir hans, Sölvi voru að leik með Helgu dóttur Bárðar, ýtti Rauðfeldur henni á ísjaka frá landi og hún barst til Grænlands. Bárður varð óður af reiði, því hann taldi dóttur sína af. Hann tók bræðurna undir hendur sér og fleygði Rauðfeldi í gjána, sem var nefnd eftir honum, og Sölva varpaði hann fyrir sjávarhamra austan Arnarstapa (Sölvahamar).

Einnig er hægt að aka þessa leið á jeppum og af háhálsinum er oftast gengið á jökulinn (1446m). Fyrirtækið Snjófell hefur boðið  snjóbíla- og snjósleðaferðir frá jökulröndinni þar uppi. Önnur vinsæl gönguleið er á milli Arnarstapa og Hellna (u.þ.b. 3 km). með ströndinni til vesturs. Vegalengdin frá Reykjavík er um 188 km um Hvalfjarðargöng.

Hellnar eru í næsta nábýli við  þjóðgarðinn, Snæfellsjökul, í u.þ.b. 6 km fjarlægð. Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins með mjög áhugaverða sýningu um atvinnulíf fyrri tíma, jarðfræði, gróðurfar og dýralíf þjóðgarsins. Þjóðgarðsverðir bjóða gjarna upp á gönguferðir með leiðsögu.

Myndasafn

Í grennd

Búðir
Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl…
Djúpalónssandur og Dritvík
Djúpalónssandur er malarvík með hraungjám í botni á milli Einarslóns og Dritvíkur. Þar var löngum stór verstöð fyrrum. Eitt íveruhúsa sjómanna hefur …
Einarslón
Einarslón er eyðibýli vestan Malarrifs, innan þjóðgarðs í Breiðuvíkurhreppi, fyrrum kirkjustaður.  Samkvæmt manntali 1703 bjuggu þar 62 manns og 35 …
Helgrindur
Mynd Helgrindur og Grundarfjörður Suðvestan Grundarfjarðar er allmikill fjallabálkur (988m), sem heitir Helgrindur. Þær eru hrikalegar og  svipmik…
Hellnar
Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar…
Jökulháls
Jökulháls er austan undir Snæfellsjökli.  Þar liggur leið milli Arnarstapa og Ólafsvíkur.  Hún liggur fyrst   meðfram Stapafelli, sé lagt af stað að s…
Öxl
Öxl er í Breiðuvíkurhreppi í grennd við Búðir undir Axlarhyrnu (433m). Frá Öxl er gott útsýni austur- og   vesturum. Einn af fáum raðmorðingjum lands…
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull (1446m) á Snæfellsnesi er meðal formfegurstu jökla landsins. Flatarmál hans hefur minnkað mikið,  að vart er meira eftir en u.þ.b. 7 km…
Snæfellsnes
Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag og fjölbreytt afþreying. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmen…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Vesturland Snæfellsnes kort
Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi  …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…
Þjóðgarðar Íslands
Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvall…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )