Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búðir

Búðir

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegunda hávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið.

Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999. Hafizt var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur, tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km

Myndasafn

Í grend

Arnarstapi
Arnarstapi er hóll rétt við þjóðveginn í austanverðu Vatnsskarði. Þaðan er útsýni gott yfir mestan hluta Skagafjarðar og skammt er í V ...
Helgrindur
Suðvestan Grundarfjarðar er allmikill fjallabálkur (988m), sem heitir Helgrindur. Þær eru hrikalegar og  svipmiklar, enda einn meginhluti Snæf ...
Hólahólar
Hólahólar eru gömul gígaþyrping á vestanverðu Snæfellsnesi, steinsnar frá þjóðveginum. Hægt er að aka  á jafnsléttu inn á sléttan ...
Hraunsfjarðarvatn
Hraunsfjarðarvatn dregur nafn af Hraunsfirði í Helgafellssveit. Það er nokkuð norðan Baulárvallavatns  og er gott veiðivatn. Bæði urriði ...
Langavatn
Langavatn er á Tvídægru í Þverárhlíðarhreppi í Mýrarsýslu. Það er 1,7 km², grunnt og gruggast gjarnan og í 413 m hæð yfir sjó. Lang ...
Laugarbrekka
Laugarbrekka í Breiðavíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi er eyðibýli skammt upp frá Hellnum. Það   er vestan við Laugarholt, þar sem ...
Miðhúsavatn
Miðhúsavatn er í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. Það er 1,8 km², dýpst 2 m og í 1 m hæð yfir sjó. Langt rif er milli vatnsins og sjá ...
Öxl
Öxl er í Breiðuvíkurhreppi í grennd við Búðir undir Axlarhyrnu (433m). Frá Öxl er gott útsýni austur- og   vesturum. Einn af fáum rað ...
Rjúkandavirkjun
Fossá á upptök sín í Snæfellsjökli. Hún rennur neðanjarðar í vikurjarðlögum þar til hún sprettur fram Í   lindum við Gerðuberg. Þ ...
Vatnsholtsvötn
Vatnsholtsvötn eru tvö samliggjandi vötn, samtals 57 ha, í Staðarsveit. Þau eru 0,6 km², dýpst 4 m og í 6 m hæð yfir sjó. Þjóðvegur 54 ...
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrst á málið ha ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )