Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lýsa vatnasvæði

Á vatnasvæði Lýsu í Staðarsveit eru eftirtalin aðalvötn: Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og   Vatnsholtsá. Veiðileyfin gilda á öllu svæðinu og ekki eru leyfðar fleiri stengur en 8 á dag. Veiðitímabilin eru tvö: 1. apríl til 30. júní (eingöngu silungur) og 1. júlí til 20. sept. (silungur og lax).

Á fyrra tímabilinu veiðist urriði og bleikja og á hinu síðara lax í viðbót. Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin er misjöfn. Laxinn er yfirleitt smálax en allt að 19 punda fiskar hafa veiðst og silungurinn er frá 400 gr -2 pund. Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spúnn.

Vegalengd frá Reykjavík er um 190 km um Hvalfjarðargöng og 95 km frá Borgarnesi.

 

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi Álftá á Mýrum ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )