Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellnar

Hellnar

Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar stunda nú vor- og sumarútgerð á smábátum. Meðfram ströndinni eru fallegar bergmyndanir og hellir, sem heitir Baðstofa. Hann er kunnur fyrir birtu- og litbrigði við vissar aðstæður.

Einnig er þar Gvendarbrunnur (sem einnig hefur verið kallaður Maríulind á síðustu árum), bergvatnslind, sem sprettur undan hraunjaðrinum í túni Skjaldartraðar. Þar hafa sumir, sem vita lengra en nef þeirra nær, séð heilagri guðsmóður bregða fyrir.

Hellnar eru í næsta nábýli við nýjasta þjóðgarðinn okkar, Snæfellsjökul, í u.þ.b. 6 km fjarlægð. Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins með mjög áhugaverða sýningu um atvinnulíf fyrri tíma, jarðfræði, gróðurfar og dýralíf þjóðgarsins. Þjóðgarðsverðir bjóða gjarna upp á gönguferðir með leiðsögu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 196 km.

 

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnar ...
Malarrif
Malarrif er bær í Breiðuvíkurhreppi undir Jökli, skammt vestan við Lóndranga. Þangað eru um tveir km frá þjóðbraut og eru Malarrif sem sy ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrst á málið ha ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )