Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarbrekka

Laugarbrekka í Breiðavíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi er eyðibýli skammt upp frá Hellnum. Það   er vestan við Laugarholt, þar sem Bárðarlaug er.

Sigmundur, sonur Ketils þistils, sem nam Þistilfjörð, bjó þar að sögn Landnámu. „Hann nam land milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns”, segir þar og samkvæmt Bárðar sögu Snæfellsáss bjó Bárður þar meðan hann var meðal manna. Sonardóttir Sigmundar, Hallveig Einarsdóttir giftist Þorbirni Vífilssyni.

Þau fengu Laugarbrekkuland. Þorbjörn var vinur Eiríks rauða og flutti á eftir honum til Grænlands. Dóttir hjónanna var Guðríður, sem giftist Þorfinni karlsefni. Þeirra sonur, Snorri, fæddist fyrstur hvítra manna í Norður-Ameríku, þegar hópur Íslendinga reyndi fyrir sér með landnám þar. Þorfinnur og Guðríður snéru síðan aftur til Íslands með soninn og bjuggi að Glaumbæ í Skagafirði. Guðríður lagði fyrir sig suðurgöngu á efri árum og varð eftir það nunna og einsetukona í Glaumbæ það sem eftir var ævinnar. Laugarbrekka var einn þriggja kirkjustaða í Breiðuvíkurþingum frá 1563.

Hin víðförla Guðríður Þorbjarnardóttir fæddist á Laugarbrekku árið 980 og fluttist árið 1000 til Grænlands með foreldrum sínum. Þar kynntist hún og giftist Þorsteini, syni Eiríks rauða landnámsmanns í Grænlandi og saman freistuðu þau þess að sigla til Vínlands. Sú för heppnaðist ekki og dó Þorsteinn í þeirri ferð. Komin aftur í Brattahlíð kynntist Guðríður Þorfinni Karlsefni, giftist honum og sigldi með honum til Vínlands. Þar fæddist sonur þeirra Snorri og varð Guðríður þá móðir fyrsta Evrópumannsins sem vitað er til að hafi fæðst á meginlandi Norður-Ameríku.

Kirkjan var færð að Hellnum 1881. Kirkjan, sem þar stendur var byggð 1943-1945. Laugarbrekka fór í eyði árið 1887. Árið 1934 var Laugarbrekkubær byggður að nýju nokkru neðar og austar, nærri veginum að Hellnum, þar sem áður stóð bærinn Hóll.

 

Myndasafn

Í grennd

Arnarstapi, Snæfellnes
Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður …
Hellnar
Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )