Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Malarrif

Malarrif er bær í Breiðuvíkurhreppi undir Jökli, skammt vestan við Lóndranga. Þangað eru um tveir km frá þjóðbraut og eru Malarrif sem syðsti hluti Snæfellsness nánast í hásuður frá tindum Snæfellsjökuls. Frá Malarrifi var útgerð og útræði öldum saman og allmikil sjósókn allt til aldamótanna 1900.
Viti var þar fyrst byggður árið 1917 og hann síðan endurbyggður árið 1946.
Vitinn er líka stefnuviti fyrir flugumferð sem fara sjónflug umhverfis Snæfellsjökul.
Bærinn stendur á Purkhólahrauni. Austan við Malarrif eru Lóndrangar og Þúfubjarg og þar á milli er merkt gönguleið. Vestan við Malarrif eru Djúpalónssandur og Dritvík.
Á vegum Þjóðgarðsins er boðið upp á ýmsa viðburði. Má þar nefna göngur og náttúruskoðunarferðir undir leiðsögn landvarða og sérfróðra manna. Að þessu sinni verður gengið út á Malarrif. Gangan er skipulögð í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og er brottför við gestastofuna á Malarrifi. Gangan er gestum að kostnaðarlausu.

 

Myndasafn

Í grennd

Arnarstapi, Snæfellnes
Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður …
Djúpalónssandur og Dritvík
Djúpalónssandur er malarvík með hraungjám í botni á milli Einarslóns og Dritvíkur. Þar var löngum stór verstöð fyrrum. Eitt íveruhúsa sjómanna hefur …
Hellnar
Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar…
Lóndrangar og Þúfubjarg
Lóndrangar eru tveir klettar, sem tróna við ströndina skammt austan Malarrifs og vestan Þúfubjargs í  Breiðuvíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fr…
Öxl
Öxl er í Breiðuvíkurhreppi í grennd við Búðir undir Axlarhyrnu (433m). Frá Öxl er gott útsýni austur- og   vesturum. Einn af fáum raðmorðingjum lands…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )