Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Staðarstaður

Staðarstaður er kirkjustaður frá fornu fari og prestsetur á Ölduhrygg í Staðarsveit á sunnanverðu  . Á katólskum tíma voru kirkjurnar þar helgaðar Maríu guðsmóður. Í sókninni voru kirkjur og bænhús á Syðri-Görðum og Gaul til siðaskipta. Útkirkja var reist að Búðum 1712 og á Hellnum 1917. Staðarsveitin er mýrlend og víða keldur og lítil stöðuvötn. Því lá aðalferðaleiðin um malarhrygginn Ölduhrygg og einum bóndanum þar hugkvæmdist að reisa garð um hann þveran og krefjast vegartolls um eina hliðið á honum. Óvinsældir þessa uppátækis bitnuðu á Grana bónda, því hann fannst einn morguninn hengdur á öðrum hliðpóstinum. Er Brynjólfur biskup Sveinsson var þar eitt sinn á ferð og sá garðinn, varð honum að orði: „Það var fyrir fisk, að þessi garður var ull”. Það móar enn þá fyrir Granagarði, sem hefur verið talsvert mannvirki.

Líklega sat Ari fróði Þorgilsson (1067-1148) Staðarstað um tíma, því afkomendur hans bjuggu þar og réðu því, sem þeir vildu á Nesinu. Hann ritaði eitt merkasta sagnfræðirit landsins, Íslendingabók. Þórður Sturluson goði, bróðir Snorra í Reykholti, bjó þarna á 13. öld. Staðarsókn var eftirsótt brauð og þar sátu fjórir sóknarprestar, sem urðu biskupar (Marteinn Einarsson, Halldór Brynjólfsson, Gísli Magnússon og Pétur Pétursson).

Hinn 22. ágúst 1981 var afhjúpaður þar minnisvarði eftir Ragnar Kjartanson um Ara fróða. Oddur lögmaður Sigurðsson (1681-1741) fæddist á Staðarkirkja á Staðarstað. Hann var velmenntaður, drykkfelldur og ofbeldisfullur maður. Um síðir var hann dæmdur frá embætti og eignum 1725. Hann fékk uppreisn æru með konungsbréfi fimm árum síðar, bjó að Leirá, þar sem hann lézt. Síðasti hluti þjóðsögunnar um Galdra-Loft gerist að Staðarstað.

Á Staðarstað sátu staðinn prestar sem af mörgum eru taldir kveikja að séra Jóni prímusi í bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli. Einn þeirra, sem löngum sat í smiðju sinni, fann m.a. upp hið alkunna áhald, berjatínuna. Því má segja að sögusvið Kristnihaldsins sé að nokkru leiti komið til á kirkjustað á  Staðastað.

Loftur hét skólapiltur einn á Hólum; hann lagða alla stund á galdur og kom öðrum til þess með sér, þó ekki yrði meira úr því fyrir þeim en kuklið eitt. Æsti Loftur skólabræður sína til að gjöra öðrum ýmsar galdraglettur, og sjálfur var hann forsprakkinn. Einu sinni fór Loftur heim til foreldra sinna um jólin; tók hann þá þjónustustúlku á staðnum og járnaði hana og lagði við hana beisli og reið henni svo í gandreið heiman og heim; lá hún lengi eftir af sárum og þreytu, en gat engum frá sagt, meðan Loftur lifði.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Búðir
Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Lýsa vatnasvæði
Á vatnasvæði Lýsu í Staðarsveit eru eftirtalin aðalvötn: Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og   Vatnsholtsá. Veiðileyfin gilda á öllu svæðinu og ek…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Stykkishólmur
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…
Vesturland Snæfellsnes kort
Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi  …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )