Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

GLJÚFRASTEINN í MOSFELLSDAL

Halldór Kiljan Laxnes (1902-1997) kenndi sig við Laxnes í Mosfellsdal, enda var æskuheimili hans þar. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál í flestum heimsálfum. Hann hlaut Stalínverðlaunin fyrir bókmenntir árið 1953 og Nóbelsverðlaunin 1955. Hann bjó á Gljúfrasteini frá árinu 1945. Gljúfrasteinn var opnaður sem safn um rithöfundinn í september 2004. Benedikt Ásgrímsson (1845-1921), gullsmiður, var ættaður frá Laxnesi. Hann lagði líka stund á ritstörf og þrjár skáldsögur hans voru gefnar út.

Góður vinur Halldórs og einn frumherja módernismans, arkitektinn Ágúst Pálsson, teiknaði húsið. Á efri hæðinni er vinnustofa rithöfundarins og svefnherbergi með fögru útsýni yfir dalinn. Á neðri hæð er stór stofa, þiljuð með eikarkrossviði og sérstaklega hönnuð með góðan hljómburð í huga. Húsinu hefur ekki verið breytt, ef frá eru taldir nýir gluggar. Sigvaldi Thordarson, arkitekt, hannaði sundlaugina og skjólvegginn vestan við húsið árið 1960.

Frá Bræðratungu var kominn efniviðurinn í skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness „Hið ljósa man“ (Íslandsklukkan). Bræðratunga

Flestir Íslendingar söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.
Sænautasel

Á Staðarstað sátu staðinn prestar sem af mörgum eru taldir kveikja að séra Jóni prímusi í bók Halldórs Laxness, Kristnihald undir jökli. Einn þeirra, sem löngum sat í smiðju sinni, fann m.a. upp hið alkunna áhald, berjatínuna. Því má segja að sögusvið Kristnihaldsins sé að nokkru leiti komið til á kirkjustað á Staðastað.

 

Myndasafn

Í grennd

Mosfellsbær
Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nesjavöllum er u…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )