Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Leirá

Leirá í Leirár- og Melasveit var löngum kirkjustaður og höfðingjasetur.

Þar sat Árni Oddsson (1592-1665) lögmaður eftir 1630 og við embættinu tók Bauka-Jón 1666 og hafði mikið umleikis að Leirá til 1684. Hann varð að sverja af sér galdra á héraðsþingi og átti ólögleg viðskipti með tóbak við frænda sinn Torfa Hákonarson, sem var á hollenzkri duggu, og var dæmdur frá embætti 1672. Jón fór til Danmerkur í kjölfar þessara atburða og fékk bréf til Brynjólfs biskups um að Jón skyldi vígður varabiskup að Hólum, sem biskup gerði sér þvert um geð 1874. Jón tók við Hólastól 1684 við lítinn fögnuð klerka, sem fundu honum flest til foráttu, hæfileikaskort, galdra, smygl og tóbaksokur.
Hann var stöðugt í útistöðum við landseta vegna kúgunar og ofbeldis og stóð lengi í margs konar vafasömum viðskiptum þar til hann geispaði golunni 1690.

Sonarsonur Bauka-Jóns, Magnús Gíslason, keypti Leirá 1745. Ólafur Stephensen og sonur hans Magnús bjuggu á Leirá til 1803. Magnús lét flytja prentsmiðjuna frá Hrappsey til Leirárgarða. Hún var kennd við Landsuppfræðingafélagið og var í gangi á árunum 1795-1816. Þar var prentaður fjöldi rita en þekktust var Leirgerður, messusöngs- og sálmabók. Magnús reyndi að yrkja sálma en þótti geta margt annað betur. Prentsmiðjan var flutt að Beitistöðum, þegar Leirá skemmdi hús í flóði. Jón Thoroddsen (1818-1868) sat að Leirá sem sýslumaður Borgfirðinga. Hann er kunnur fyrir bækurnar Piltur og stúlka, Maður og kona og tvær ljóðabækur.

Oddur lögmaður Sigurðsson (1681-1741) fæddist á Staðarstað. Hann var velmenntaður, drykkfelldur og ofbeldisfullur maður. Um síðir var hann dæmdur frá embætti og eignum 1725. Hann fékk uppreisn æru með konungsbréfi fimm árum síðar, bjó að Leirá, þar sem hann lézt. Síðasti hluti þjóðsögunnar um Galdra-Loft gerist að Staðarstað.

Myndasafn

Í grennd

Belgsholt í Mela og Leirársveit
Belgsholt er í Mela- og Leirársveit. Þar mótar fyrir garðhleðslum umhverfis líklegan kirkjugarð, því   þarna var hálfkirkja, og dómhring. Hvort tveggj…
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Laxá í Leirársveit
Einn besta laxveiðiá landsins og langt að komin. Hún heitir fyrst Laxá er hún hefur för frá Eyrarvatni í  , en ofar í Svínadalnum eru fleiri vötn og l…
Leirá í Leirársveit
Leirá er á í Leirársveit, skammt frá einni besta laxveiðiá landsins, Laxá, sem Leirá nýtur góðs af, því lax fer um þetta svæði allt auk sjóbirtings, s…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )