Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Belgsholt í Mela og Leirársveit

Belgsholt er í Mela- og Leirársveit. Þar mótar fyrir garðhleðslum umhverfis líklegan kirkjugarð, því   þarna var hálfkirkja, og dómhring. Hvort tveggja er friðlýst. Margir eru þeirrar skoðunar, að landið hafi verið byggt mun fyrr en sagt er frá í Landnámabók. Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) telur, að svokallaðir dómhringir víða um land hafi verið bústaðir fólks, sem bjó hérlendis fyrir landnámsöld, og það hafi tjaldað yfir vegghleðslur húsa með dýrahúðum. Hann leitaði víða að svipuðum fiðlum og hinni íslenzku og fann engar líkar henni nema á Baffinslandi og Labrador (12 stk.) og telur, að hér hafi inúítar búið löngu áður en Írar og Norðmenn komu til sögunnar.

Aldursgreiningar sumra fornleifa hafa bent til mun eldri búsetu en heldur lágt hefur farið um slíkar uppgötvanir. Þegar vegur var lagður um Hólasand milli Reykjahlíðar og Geitafells (Húsavíkur), fundust fornleifar í grjóthleðslu í barði við veginn. Niðurstöður aldursgreiningar þeirra benda til ársins 100 e.Kr. (+ – 50 ár). Önnur uppgötvun, sem fáum sögum hefur farið af, var gerð við gröft grunnsins undir vöruskemmu Kísilgúrverksmiðjunnar við höfnina á Húsavík. Þar fannst eldstæði með ösku og beinum. Við nánari athugun og aldursgreiningu í Stokkhólmi kom í ljós, að þetta voru kindabein, sem voru rakin aftur til þriðju aldar e.Kr. Afabróðir Didda fiðlu, Benedikt frá Hofteigi var þeirrar skoðunar, að Norðmenn hefðu komið að keltum hér á landi, og Íslendingar líkjast keltum á margan hátt. Hann telur einnig, að Íslendingar hafi verið farnir að skrifa fyrir árið 1000.

Grímur Thomsen er talinn hafa skipt á jöfnu á Belgsholti og Bessastöðum á Álftanesi, þegar hann fluttist til landsins.

Myndasafn

Í grend

Bessastaðir – Álftanes
Bessastaðir - Sveitafélagið Álftanes Sveitarfélagið Álftanes nær yfir Álftanesi og mörk hans eru þar sem nesið er mjóst á milli Skógtjarnar og Lambhú…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )