Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraunsfjarðarvatn

hraunfjardarvatn

Hraunsfjarðarvatn dregur nafn af Hraunsfirði í Helgafellssveit. Það er nokkuð norðan Baulárvallavatns  og er gott veiðivatn. Bæði urriði og bleikja finnast í vatninu og hermt er, að fiskur þar sé ágætlega vænn. Það er 2,52 km², dýpst 80 m og er í 207 m hæð yfir sjó.

Það hefur afrennsli úr suðausturhorni um Vatná til Baulárvallavatns. Ekki er akfært að Hraunsfjarðarvatni, en u.þ.b. hálfrar stundar gangur þangað frá Selvallavatni. Fleiri gönguleiðir liggja að vatninu, s.s. frá bænum Hraunsfirði.

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðikortið:

Veiðitímabil hefst þegar ísa leysir og stendur fram til 30. september.

Allt löglegt agn: fluga, maðkur og spónn. Fiskur getur legið djúpt og þá þarf að sökkva agninu. Spónn og maðkur gefa að jafnaði ágæta veiði. Í ljósaskiptunum ferðast urriðinn inn á grunnið við landið og er þá gott að nota flugu.
Korthafar þurfa að skrá sig í Vegamótum og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Tengiliður á staðnum / veiðivörður:

Vegalengdin frá Reykjavík er um 205 km.

Myndasafn

Í grennd

Stykkishólmur
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )