Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rjúkandavirkjun

Snæfelssjökull

Fossá á upptök sín í Snæfellsjökli. Hún rennur neðanjarðar í vikurjarðlögum þar til hún sprettur fram Í   lindum við Gerðuberg. Þar hefur hún tekið á sig einkenni lindár en í leysingum og rigningatíð bætist við hana yfirborðsvatn. Vatnasvið Fossár er um 10-12 km² og meðalrennsli 2,2 m³/sek.

Fossá rennur í norðurátt niður með Ólafsvík og fellur að lokum í Breiðafjörð. Í ánni er tilkomumikill foss, Rjúkandi. Nafn sitt dregur hann af úða sem stígur jafnan upp af honum. Árið 1947 heimilaði Alþingi virkjun Fossár og var áformað að reisa 2.400 hestafla (1,8 MW) orkuver. Frá því átti að leggja háspennulínu til Ólafsvíkur og Hellissands. Rarik ríkisins var falið að annast framkvæmdir og rekstur.Öllum undirbúningi var lokið sumarið 1949. Virkjunin hafði þá tekið töluverðum breytingum frá upphaflegum áætlunum. Fjármagn fékkst aðeins til að reisa 1.200 hestafla (895 kW) virkjun eða helmingi minni en ráðgert var í upphafi.

Sumarið 1951 hófst jarðvinna og stöðvarhús var reist árið eftir. Áin var stífluð rétt ofan við Rjúkanda, Neðan stíflustæðisins er Gerðubergsá, sem rennur í Fossá. Stíflan er þungastífla úr járnbentri steinsteypu og frá henni liggur um 1,5 km löng þrýstivatnspípa til stöðvarhússins. Fallhæð frá stíflu og niður í stöðvarhús er tæpir 200 metrar. Inntakslón er jafnframt vatnsforðalón. Rúmtak þess er aðeins nokkur þúsund rúmmetrar, sem nægja aðeins í nokkrar klukkustundir. Vinnu við stíflu var lokið að mestu haustið 1953 og árið eftir var Pelton-hverfli komið fyrir ásamt tilheyrandi tækjum.

Virkjunin var svo formlega gangsett 18. september 1954. Hún var í upphafi kölluð Fossárvirkjun en nafninu var síðar breytt í Rjúkandavirkjun. Virkjað rennsli er 0,7m²/sek, sem er nálægt lágmarksrennsli árinnar. Virkjunin hefur því lítið stöðvast vegna vatnsleysis til vélar.

Rjúkandavirkjun var tengd inn á samveitukerfið síðla árs 1974 með 66 kílóvolta línu frá Vatnshömrum að Vegamótum.

Myndasafn

Í grennd

Hellissandur og Rif,
Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi líkt og víðar á útnesinu. Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum geymir m.a. Blika, elzta varðveitta áraskip á Íslan…
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull (1446m) á Snæfellsnesi er meðal formfegurstu jökla landsins. Flatarmál hans hefur minnkað mikið,  að vart er meira eftir en u.þ.b. 7 km…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )