Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull (1446m) á Snæfellsnesi er meðal formfegurstu jökla landsins. Flatarmál hans hefur minnkað mikið,  að vart er meira eftir en u.þ.b. 7 km². Hann hvílir á keilulaga eldfjalli, sem hefur ekki gosið síðustu 1800 árin og umhverfis það eru nokkur hraun og fallegir gígar frá nútíma. Sum hraunanna hafa runnið í sjó fram og styrkt yzta hluta Snæfellsness gegn ágangi sjávar. Gosin í Snæfellsjökli eru talin hafa verið bæði sprengigos og hraungos, eins og glögglega má sjá í hlíðum fjallsins.

Gígur þess er u.þ.b. 200 metra djúpur. Hann er fullur af ís og umhverfis hann eru íshamrar. Hæstu hlutar hans eru kallaðar Jökulþúfur. Snæfellsjökull er auðveldur uppgöngu en það verður að gæta sín á sprungum á leiðinni. Stytzta leiðin er af Jökulhálsi og útsýnið er frábært af jöklinum í góðu veðri. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gengu fyrstir á jökulinn árið 1754.

Myndasafn

Í grennd

Hellissandur og Rif,
Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi líkt og víðar á útnesinu. Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum geymir m.a. Blika, elzta varðveitta áraskip á Íslan…
Hellnar
Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Jökulháls
Jökulháls er austan undir Snæfellsjökli.  Þar liggur leið milli Arnarstapa og Ólafsvíkur.  Hún liggur fyrst   meðfram Stapafelli, sé lagt af stað að s…
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )