Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jökulháls

Jökulháls Snæfellsjökli

Jökulháls er austan undir Snæfellsjökli.  Þar liggur leið milli Arnarstapa og Ólafsvíkur.  Hún liggur fyrst   meðfram Stapafelli, sé lagt af stað að sunnanverðu, og með jökulrótum í 700-800 m hæð yfir sjó.  Leiðin er ekki alltaf fær, því að mismunandi er, hve snemma snjóa leysir.  Þessi leið er tilvalin fyrir göngufólk, enda ekki nema 4-5 klst. ganga milli staða.  Þeir, sem leggja leið sína á jökulinn, halda gjarnan upp á Jökulháls og þarna hefur verið rekin starfsemi (Snjófell) með snjóbíla og snjósleðaferðum.

Vikurvinnsla hófst á Jökulhálsi árið 1937.  Byggðir voru stokkar ofan af hálsinum niður á Arnarstapa til að fleyta vikrinum með vatni.  Niðri á Stapa var vikurinn kurlaður og settur í skip til Reykjavíkur eða beint til útlanda.

Heilsárstímabil 1932-33 var helgað alþjóðaveðurathugunum.  Þá voru gerðar veðurathuganir á jöklinum og byggt hús uppi á Jökulhálsi í þeim tilgangi.  Ferðafélag Íslands eignaðis þetta hús en það fauk 1936.  Þar var endurreist tvisvar en jarðhiti undir því olli miklum fúa, þannig að lítið er eftir.

Myndasafn

Í grennd

Arnarstapi, Snæfellnes
Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður …
Búðir
Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl…
Hellnar
Hellnar eru lítið sjávarpláss vestan Arnarstapa. Þar var fyrrum einhver stærsta verstöð á Snæfellsnesi, nokkur grasbýli og 32 þurrabúðir. Íbúarnir þar…
Öxl
Öxl er í Breiðuvíkurhreppi í grennd við Búðir undir Axlarhyrnu (433m). Frá Öxl er gott útsýni austur- og   vesturum. Einn af fáum raðmorðingjum lands…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )