Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Búðakirkja

Búðakirkja er í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi.
Fyrsta kirkjan var reist á árið 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleifi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum.

Hún var endurreist 1984-86 undir umsjá Harðar Ágústssonar listmálara í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur, tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður.

 

Myndasafn

Í grennd

Búðir
Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl…
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )