Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þjóðgarðar Íslands

Svartifoss
Mynd: Sigurður Fjalar Jónsson

Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvallaþjóðgarðurinn hefur verið friðaður frá 1928. Þingvallavatn er stærst stöðuvatna á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli. Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu.

Árið 1990 hófst framleiðsla á heitu vatni til húshitunar á háhitasvæðinu að Nesjavöllum og haustið 1998 hófst þar raforkuframleiðsla fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Sogið, 19 km löng og mesta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Á yfirborði rennur aðeins röskur tíundi hluti aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja, mestur hlutinn er lindarvatn. Umhverfið er mjög ólíkt landslagi annars staðar á Suðurlandi, kjarri vaxin hraunin með djúpum misgengisgjám og tignaleg móbergsfjöll, sem setja sérstakan svip á umhverfið. Vegalengdin frá Reykjavík til Þingvalla er 49 km og 20 km um Nesjavallaveg til Nesjavalla.

Upplýsingamiðstöðin
Þingvellir
801 Selfoss

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967) og nágrenni geymir einhverjar mestu náttúruperlur Íslands.   Íslenskir og erlendir ferðalangar sækja mjög í Skaftafell að sumri til enda er náttúrufegurð einstök sem og veðurblíðan. Í Þjóðgarðinum eru engir akvegir nema heimreið að bæjum. Í september 2004 var ákveðið að stækka þjóðgarðinn og bæta við hann stærri svæðum af Vatnajökli, þannig að hann nær yfir 57% af honum Einnig var Lakasvæðinu bætt við. Heildarflatarmál hans eftir breytingarnar er 4807 ferkílómetrar. Við tjaldsvæðið eru bílastæði en þaðan liggja merktar gönguleiðir um þjóðgarðinn. Á staðnum bjóða landverðir upp á fjölbreyttar gönguferðir sem auglýstar eru í þjónustumiðstðinni. Má þar nefna Giljaleið að Svartafossi, sem tekur um 2 klst. Og gönguleið á Sjónarsker eða að rótum Skaftafellsjökul. Af lengri leiðum má nefna gönguleið á Kristínartinda, að upptökum Skeiðarár og í Bæjarstaðarskóg og inn Mosárdalinn í Kjós. Jafnframt eru í boði dagsferðir í Laka. Lakagígar eru eldstöð, um 25 km löng gígaröð á Síðumannaafrétti, sem gaus 1783. Vegalengdin frá Reykjavík er 340 km.
Eftir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðars sem var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær nú yfir þjóðgarðana Skaftafell og Jökulsárgljúfur.

Skaftafellsstofa
Þjóðgarðurinn Skaftafell
785 Fagurhólsmýri

Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur (1973) nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt svæði meðfram  Hafragilsfossgljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum vestanverðu í landi bæjanna Svínadals og Áss (hluti Ásheiðar 1974). Ásbyrgi varð hluti garðsins 1978, en heyrir líka undir Skógrækt ríkisins. Gljúfur Jöklu, einhver hin mikilfenglegustu á landinu, eru u.þ.b. 25 km löng, upp undir hálfur km á breidd og allt að 100 m djúp. Efri hlutinn, sem nær frá Dettifossi að Syðra-Þórunnarfjalli, er svipmestur og allt að 120 m djúpur. Áhugaverðir staðir í þjóðgarðinum eru m.a. Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur og austan ár og utan þjóðgarðs, eru Forvöð. Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri, og það má til sanns vegar færa. Gönguleiðum er vel lýst í bæklingi þjóðgarðsins. Áhugamenn um jarðfræði, flóru og fánu finna þar líka góðar lýsingar.
Eftir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðars sem var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær nú yfir þjóðgarðana Skaftafell og Jökulsárgljúfur.

Upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi.
Gljúfrastofa
Ásbyrgi
asbyrgi@vjp.is

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
var stofnaður 28. júní 2001. Stærð hans er 16.705 ha og mörkin eru við austurjaðar jarðarinnar Gufuskála á norðanverðu nesinu, austur fyrir jökul og suður með austurjaðri Háahrauns til sjávar í Gjafavík. Fyrsti þjóðgarðsvörður er Guðbjörg Gunnarsdóttir. Áhugaverðir staði innan þjóðgarðsins og utan:
Arnarstapi,
Djúpalónssandur og Dritvík
Gufuskálar
Hellnar
Ingjaldshóll
Laugarbrekka,
Lóndrangar og Þúfubjarg
Malarrif
Snæfellsjökull

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Skrifstofa þjóðgarðsvarðar
Klettsbúð 7
S. ?
360 Hellissandur.

Aðdragandi að stofnun þjóðgarðs
Fjallasýnin og gönguleiðir

Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi  yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mun stækka í framtíðinni. Hann er þegar við stofnun hinn stærsti í Evrópu. Hinn 10. nóvember 2006 samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun hans síðla árs 2007 eða í upphafi árs 2008. Hann nær yfir þjóðgarðana Skaftafell og Jökulsárgljúfur og næstum allan Vatnajökul og áhrifasvæði hans, Hágönguhraun, Veiðivatnahraun, Vesturöræfi, Snæfell, Eyjabakka og hluta Hrauns norðan jökuls. Mestur hlutil lands innan þjóðgarðsins er ríkiseign.

Stjórn þjóðgarðsins nær einnig yfir nokkur náttúruverndarsvæði, sem verða líklega hluti hans í framtíðinni.

Gestastofur eru í Ásbyrgi, við Mývatn, að Skriðuklaustri, á Höfn, í Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri.

Aðsetur Landvarða eru við Drekagil í Dyngjufjöllum, í Herðubreiðarlindum, Kverkfjöllum, Hvannalindum, við Snæfell, á Lónsöræfum, á Heinabergssvæðinu, við Hrauneyjar, í Nýjadal/Jökuldal, Vonarskarði og Langasjávarsvæðið.

Myndasafn

Í grennd

Ferðast og Fræðast,
Ferðast og Fræðast Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Nún…
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarða
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fimm talsins og eru staðsettar í kringum þjóðgarðinn. Í gestastofunum er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjó…
Miklagljúfur (Grand Canyon)
Miklagljúfur (Grand Canyon) eru í norðanverðu Arizonaríki. Það er einhver stórkostlegasta náttúrusmíð heims. Coloradoáin hefur sorfið þetta 349 km l…
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður / Skaftafell /Jökulsárgljúfur var stofnaður 7. júní 2008. Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins) en mu…
Þingvellir
Þjóðgarðurinn Þingvellir Sögufrægasti staður landsins er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá hæst og þingið forna við Öxará. Þingvallaþjóðg…
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )