Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum

Hafragilsfoss

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt  Selfoss svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum vestanverðu í landi bæjanna Svínadals og Áss (hluti Ásheiðar 1974). Ásbyrgi varð hluti garðsins 1978, en heyrir líka undir Skógrækt ríkisins. Gljúfur Jöklu, einhver hin mikilfenglegustu á landinu, eru u.þ.b. 25 km löng, upp undir hálfur km á breidd og allt að 100 m djúp. Efri hlutinn, sem nær frá Dettifossi að Syðra-Þórunnarfjalli, er svipmestur og allt að 120 m djúpur.

Áhugaverðir staðir í þjóðgarðinum eru m.a. Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Hólmatungur, Selfoss og Hafragilsfoss og austan ár, utan þjóðgarðs, eru Forvaðar. Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri, og það má til sanns vegar færa

Gönguleiðum er vel lýst í bæklingi þjóðgarðsins. Áhugamenn um jarðfræði, flóru og fánu finna þar líka góðar lýsingar. Bæklingar um gönguleiðir í Kelduhverfi, þjóðgarðinum og á Melrakkasléttu fást í aðalmiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi.
Hinn 7. júní árið 2008 urðu Jökulsárgljúfur hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Myndasafn

Í grend

Þjóðgarðar Íslands
Þingvellir (1928) er sögufrægasti staður landsins og er í hjarta Þingvallasveitar. Þar ber Almannagjá  hæst og hinn forna þingstað við Öxará. Þingvall…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )