Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ferðast og Fræðast Norðurland Eystra

Ásbyrgi

Norðurland Eystra

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Siglufirði til Raufarhafnar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Norðurland eystra er þéttbýlt vestan til en byggð verður æ strjálli er austar dregur. Landslag er fjölbreytt, misstór fjalllendi skilja láglendissvæðin að. Stór hluti þessa svæðis nær yfir eldvirka gosbeltið, þar sem háhitasvæði og móbergsfjöll ráða ríkjum. Þarna eru margar áhugaverðustu náttúruperlurnar, stærsta hraunsvæðið og annað hinna tveggja hættulegu jarðskjálftasvæða landsins. Í gosbeltinu eru stór háhitasvæði og lághitasvæði á jöðrum þess. Atvinnulífið er allfjölbreytt, iðnaður, fiskveiðar og -verkun, landbúnaður og mikil ferðaþjónusta.

Víða er að finna staði tengda sögunum, s.s. Sturlungu og Grettis-sögu. Samgöngur innan svæðis eru misgóðar eftir árstíðum og þjóðvegur 1 liggur í gegnum það. Afþreying er fjölbreytt. Líklega hefur byggð haldist lengur víða norðanlands, þar sem nú eru eyðibyggðir með ströndum fram, vegna reka og fleiri hlunninda.

Myndasafn

Í grennd

Ásbyrgi
Ásbyrgi er stórkostleg náttúrusmíð með allt að 100 m háum hamraþiljum, sem hækka eftir því, sem innar kemur í gljúfrið. Innst er Botnstjörn með mikill…
Golfklúbburinn Glúfri Ásbyrgi
Ásbyrgisvollur 671 Kópasker Sími: 465-2145 9 holur, par 66. Ásbygi er stórkostleg náttúrusmíð með allt að 100 m háum hamraþiljum, sem hækka eftir …
Hólmatungur
Hólmatungur er mjög grózkumikið svæði í Jökulsárgljúfrum vestanverðum beint á móti Forvöðum, sem   eru austan ár. Þar eru margar fagrar stuðlabergsmyn…
Jarðfræði Norðurland
Hverfjall myndaðist á 2 - 3 sólarhringum fyrir 2500 árum og varð eins og það er vegna þess, að gosið var í stöðugri snertingu við grunnvatn. Hæðarspo…
Kelduhverfi
Kelduhverfi liggur á milli Tjörness og Öxafjarðarhrepps. Hinn byggði hluti þess er á svæðinu milli hrauns  og hafs og þar eru mörg náttúruundur, sem e…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )