Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Raufarhöfn

Raufarhöfn

Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífsins og á síldarárunum var Raufarhöfn einn helzti löndunar- og síldarvinnslustaður landsins og stærsta útflutningshöfnin fyrir síld. Melrakkaslétta er nyrzt allra staða á Íslandi, nær miðnætursól en nokkur annar staður á landinu. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum yfir sumartímann og víða eru góðar aðstæður til fuglaskoðunar, sérstaklega með ströndinni norður af Raufarhöfn. Áætlað er að yfir 20 þúsund norrænir vaðfuglar noti Melrakkasléttu sem viðkomustað á leið til varpstöðva sinna.

Eyða má mörgum dögum á Raufarhöfn og í nágrenni til gönguferða, í veiði og skoðunarferða almennt.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 630 km um Hvalfjarðargöng.

Myndasafn

Í grennd

Búrfellsheiði
Búrfellsheiði nær yfir stórt svæði í 200-300 m.y.s. sunnan Þistilfjarðar. Nafngjafinn er Búrfell (620m) á heiðinni miðri. Vestan hennar er Laufskálafj…
Heimskautsgerðið
Heimskautsgerðið við Raufarhöfn Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þa…
Hraunhafnartangi
Hraunhafnartangi á Melrakkasléttu er næstnyrzti tangi landsins (66°32"3'N) 3 km sunnan   heimskautsbaugs. Vitinn, sem stóð á Rifstanga (nyrzta tanga l…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustas…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Svalbarð
Svalbarð var stórbýli en er nú kirkjustaður og fyrrum þingstaður Svalbarðshrepps í Þistilfirði. Skammt   norðan Svalbarðs fellur Svalbarðsá, góð laxve…
Tjaldstæðið Raufarhöfn
Melrakkaslétta er nyrzt allra staða á Íslandi, nær miðnætursól en nokkur annar staður á landinu. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum yfir sumartímann og…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )