Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Melrakkaslétta

Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustasta hluta landsins. Fjöllin þar eru allt að 400 m há og að vestanverðu eru þau aðallega úr móbergi en að austanverðu ber á blágrýtisfjöllum í bland. Rauðinúpur á vestanverðum skaganum er ekki nema 73 m hár. Rauða blæinn fær hann af gjalli, sem bendir til fornrar eldstöðvar. Þar er iða björgin af svartfugli og nyrztu súlubyggð landsins. Flestir bæir á Sléttu eru í eyði. Fyrrum íbúar lifðu m.a. af sjósókn og fiski úr fjölda vatna inn til heiða og með ströndum fram.

Hraunhafnartangi er nyrsti hluti landsins. Heimskautsbaugurinn er aðeins þremur km norðar. Á   söguöld er talað um skipakomur og brottfarir frá Hraunhöfn, þar sem skipalægi þótti hentugt að lenda í náttúrulegri höfn. Fóstbræðrasaga segir okkur frá vígi Þorgeirs Hávarssonar á tanganum. Þar var búkur hans dysjaður en hausinn var fluttur annað. Síðan þá hefur verið venja að bæta grjóti í dysina, sem stækkar ár frá ári.

Undir Sléttu er grágrýti frá ísöld og ofan á honum eru móar og mýrar líkt og í freðmýrum heimskautslanda. Blikalónsdalur er grunn lægð í landslaginu, sem liggur um hana miðja frá suðri til norðurs. Hún er leifar misgengisdals, líkt og við sjáum greinilegar á núverandi eldvirkum svæðum landsins, s.s. á Þingvöllum, á Reykjanesi og víðar. Dalurinn er u.þ.b. 20 km langur og skiptir Sléttu í austur- og vesturhluta. Að vestanverðu eru fjöldi stöðuvatna, tjarna áa og lækja og gróin mýradrög á milli blásinna mela. Austan Blikalónsdals eru þurrlendir móar á stangli. Síðasta heiðarbýlið, sem fór í eyði á Sléttu var Hrauntangi við Ormarsá á austurhlutanum (1943). Jón Trausti, skáld og rithöfundur, óx þar úr grasi.

Rauðinúpur er 75 m hátt bjarg með stóra gígskál á norðvesturhorni Melrakkasléttu. Hann er eldfjall, sem gaus síðla á ísöld. Viti stendur á núpnum og í honum er urmull af bjargfugli, sem er lítið nytjaður, enda er bjargið sprungið og hættulegt sigmönnum. Stór drangur, Karl (eða Jón Trausti), stendur norðaustan við hann. Útsýni er mikið af núpnum, en þangað er 14-15 km leið frá þjóðveginum. Hún liggur um Grjótnes. Þaðan er aðeins jeppafært.

Núpskatla er austan Rauðanúps á eiði milli Kötluvatns og sjávar. Guðmundur Magnússon (1873-1918; Jón Trausti), rithöfundur, ólst þar upp. Fyrsta bók hans var „Ferðaminningar” (1905) og fyrsta skáldsagan „Halla” (1906).

Raufarhöfn er síminnkandi sjávarþorp austan til á Sléttu og jafnframt hið nyrzta á landinu. Fyrrum var þar mesti síldarsöltunarstaður landsins og ein helzta útflutningshöfnin. Enn þá sjást minjar um þessa liðnu gósendaga í þorpinu.

Bæklingar um gönguleiðir í Kelduhverfi, þjóðgarðinum og á Melrakkasléttu fást í aðalmiðstöð þjóðgarðsins í Ásbyrgi.

Vötn á Melrakkasléttu:

Æðarvatn
Oddastaðavatn
Sigurðarstaðavatn
Hraunhafnarvatn
Blikalón
Ytra Deildarvatn

Myndasafn

Í grennd

Blikalón
Blikalón er ágætt veiðivatn í Presthólahreppi á Melrakkasléttu. Stærð þess er 0,9 km², mesta dýpi 7 m og   það liggur rétt yfir sjávarmáli. Það á ósa …
Deildará
Deildará er þriggja stanga á á Melrakkasléttu. Þar er ágætishús, þar sem veiðimenn hafa annast um sig sjálfir. Laxinn er oft allstór í ánum á Norðaust…
Heimskautsrefurinn
Heimskautsrefurinn eða fjallarefurinn er einn af tuttugu tegundum refa í heiminum og býr nyrzt þeirra  allra. Fá dýr eiga sér eins margar nafngiftir o…
Hraunhafnartangi
Hraunhafnartangi á Melrakkasléttu er næstnyrzti tangi landsins (66°32"3'N) 3 km sunnan   heimskautsbaugs. Vitinn, sem stóð á Rifstanga (nyrzta tanga l…
Hraunhafnarvatn
Hraunhafnarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu. Það er 3,4 km², dýpst 3 m og í 2 m hæð yfir sjó.  Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins og f…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Ormarsá
Upptök Ormarsár eru í norðaustanverðri Öxarfjarðarheiði í 38 km. fjarlægð frá sjávarósi hennar hjá   Hjallhöfn. Laxgengur hluti árinnar er allt að 35.…
Raufarhöfn
Raufarhöfn er kauptún á austanverðri Melrakkasléttu og hefur verið löggiltur verzlunarstaður frá 1836. Útgerð og fiskvinnsla eru uppistaða atvinnulífs…
Ytra Deildarvatn
Deildarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu austanverðri. Það er 1,3 km², fremur grunnt og í 38 m hæð yfir sjó. Í það renna Fremri-Deildará, Öld…
Þernuvatn
Þernuvatn er á sýslumörkum (N-Þing. og S-Múl.). Það er 0,35 km² og í 197 m hæð yfir sjó. Fossá fellur úr því til Þistilfjarðar. Þangað er ekki akfært,…
Þernuvatn Hvilftarvatn Deildarvatn
Þessi vötn eru á austanverðri Melrakkasléttu, í Svalbarðshreppi. Þernuvatn er þeirra langstærst, 1,6   km².   Það er grunnt og í 122 m hæð yfir sjó. A…
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )