Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Oddastaðavatn

Oddastaðavatn er í Kolbeinsstaða- og Eyjahreppi í Hnappadal. Það er vogskorið og nokkurn veginn  í laginu. Stærð þess er 2,52 km². Það er mest 18 m djúpt og er í 57 m hæð yfir sjó.

Í það rennur Hraunholtsá úr Hlíðarvatni og úr því Haffjarðará, kunn og falleg laxá. Tveir hólmar, aðskildir af mjóu sundi, prýða Oddstaðavatn. Mest er af bleikju í vatninu, þokkaleg stærð, og urriði er þar líka til og getur orðið stærri en bleikjan. Veitt er í net í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 125 km og 50 km frá Borgarnesi.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )