Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Æðarvatn

aedarvatn

Æðarvatn á Melrakkasléttu austanverðri. 5 km frá Raufáhöfn Það er 0,8 km², fremur grunnt og í 150 m  aedarvatn hæð yfir sjó.
Mýrar og mólendi skiptast á í umhverfi vatnsins. Þar er mikill silungur , 1-3 punda bleikja og urriði.
Fuglaskoðun er skemmtileg aukabúgrein við stangaveiðina. Áhugasamir veiðimenn eru oft meðal mestu og bestu fuglaþekkjara vegna hins mikla fjölda fuglategunda á þessum slóðum.

Veiðikortið:
Æðarvatn er eitt þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Arnarvatn.
Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Æðarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 0.8 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m.

Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar.  Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.

Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða. Í Æðarvatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.

Æðarvatn geymir mikið af fisk í vatninu, ½ ~ 3 punda bleikju.Staðsetning:
Hraunhafnarvatn, Æðarvatn og Arnarvatn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu.

Upplýsingar um vatnasvæðið:
Hraunhafnarvatn er stærsta vatnið á Melrakkasléttu eða 3,4 km2. Vatnið er dýpst um 4 m. og er í 2m. hæð yfir sjávarmáli. Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins. Æðarvatn og Arnarvatn eru mun smærri.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.
Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 10 km. frá Raufarhöfn að Hraunhafnarvatni. Vatnasvæðið liggur við þjóðveg nr. 85. Hraunhafnarvatn er við þjóðveginn og liggur hann við vatnið á malarifi sem er milli vatns og sjávar. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar. Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.

Veiðisvæðið:
Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða. Bestu veiðistaðirnir í Hraunhafnarvatni eru við mölina og einnig með því að ganga inn með vatninu í átt að Hraunhafnará. Í Æðavatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum. Mesta dýpt er u.þ.b. 3 mtr.

Gisting:
Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið, en stutt er í mjög gott skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn. Einnig er hægt að athuga með gistingu á Hótel Norðurljósum eða á Gistihúsinu Hreiðrið www.nesthouse.is, sem er staðsett á Raufarhöfn.

Veiði:
Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Vel hefur verið staðið að grisjun á smábleikju á svæðinu sem hefur aukið á meðalþyngd veiddra fiska. Mikið er af bleikju allt að 3 punda, á vatnasvæðinu sem og urriða sem getur orðið allt að 6 pund. Í Æðarvatni er fiskurinn af svipaðri stærð og úr Hraunhafnarvatni enda rennur lækur þarna á milli. Í Arnarvatni er hærra hlutfall af urriða en þar er veiðin minni sökum þess að lengra þarf að ganga til að komast á veiðislóðir.

Daglegur veiðitími:
Heimilt er að veiða allan sólarhringinn í vötnunum.

Tímabil:
Heimilt er að veiða frá 1. maí og fram til 30. september.

Agn:
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.

Reglur:
Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Halldór Þórólfsson S: 863-8468.

Myndasafn

Í grennd

Hraunhafnarvatn
Hraunhafnarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu. Það er 3,4 km², dýpst 3 m og í 2 m hæð yfir sjó.  Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins og f…
Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustas…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )