Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kópasker

Kópasker

Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880. Kauptúnið fór að byggjast eftir 1910 og byggir tilvist sína á þjónustu við landbúnaðinn í nágrannsveitunum og fást unnar kjötvörur þaðan víða um land. Nokkur útgerð er frá Kópaskeri og gistihús og farfuglaheimili eru á staðnum.

Stutt er til margra áhugaverðra staða frá Kópaskeri, s.s. Húsavíkur og Mývatns, og Jökulsárgljúfur, sem teljast með merkustu náttúruperlum landsins, eru nærri.
Árið 1976 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og urðu töluverðar skemmdir á mannvirkjum á Kópaskeri.

(Myndskeið)
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.

Landsig varð í Kelduhverfi, myndaðist þá Skjálftavatn, sem er með stærstu vötnum landsins (11 km²). Jarðskjálftar, allt að 4,1 á Richter, með miðju í Öxarfirði, skóku Kópasker 18. sept. 2001 og varð vart alla leið til Akureyrar.

Vegalengdin frá Reykjavík er U.Þ.B. 580 km um Hvalfjarðargöng.

Myndasafn

Í grend

Ásbyrgi
Ásbyrgi er stórkostleg náttúrusmíð með allt að 100 m háum hamraþiljum, sem hækka eftir því, sem innar kemur í gljúfrið. Innst er Botnstjörn með mikill…
Búrfellsheiði
Búrfellsheiði nær yfir stórt svæði í 200-300 m.y.s. sunnan Þistilfjarðar. Nafngjafinn er Búrfell (620m) á heiðinni miðri. Vestan hennar er Laufskálafj…
Dettifoss
Dettifoss á Norðlandri eystra Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður. Einum kílómetra sunnan hans er Selfoss, 10 m …
Ferðavísir
Ferðavísirinn nýtist við undirbúning góðrar ferðar. Hann sýnir gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða staði, ferðir um hálendið, ferðaáætlanir, veiði, go…
Hafragilsfoss
Hafragilsfoss (27m) er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum. Hann er u.þ.b. 2½ km norðan Dettifoss og blasir við við enda stutts vegslóða, sem liggu…
Hljóðaklettar
Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta í mynni Vesturdals niðri við   Jökulsá á Fjöllum. Þessir klettar munu vera …
Kelduhverfi
Kelduhverfi liggur á milli Tjörness og Öxafjarðarhrepps. Hinn byggði hluti þess er á svæðinu milli hrauns  og hafs og þar eru mörg náttúruundur, sem e…
Keldunes
Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór   bullaugu við hraunbrúnina. Þarna var þingst…
Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar   ekið  með ströndum fram á þessum norðaustas…
Öxarfjörður
Öxarfjörður eða Axarfjörður er á milli Tjörness og Melrakkasléttu. Flóinn er u.þ.b. 30 km breiður milli  Knarrarbrekkutanga og Kópaskers en nær stutt …
Reykjaheiði
Heiðin milli Reykjahverfis og Kelduhverfis, sunnan Gæsafjalla norður að Grísafjöllum er kölluð Reykjaheiði. Margir vilja þó aðeins nota þetta nafn yfi…
Skjálftavatn
Skjálftavatn er í Kelduhverfi í N.-Þingeyjarsýslu. Á þessu svæði var áður sandur, sem Landgræðslan var  að græða upp og afhenda landeigendum. Árið 19…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …
Tjaldstæðið Kópasker
Stutt er til margra áhugaverðra staða frá Kópaskeri, s.s. Húsavíkur og Mývatns, og Jökulsárgljúfur, sem teljast með merkustu náttúruperlum landsins, e…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Víkingavatn
Víkingavatn er í Kelduneshreppi í N.-Þingeyjarsýslu. Það er 2,4 km², fremur grunnt og í 4 m hæð yfir sjó.  Frárennsli er ekki sjáanlegt á yfirborði. Þ…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )