Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880. Kauptúnið fór að byggjast eftir 1910 og byggir tilvist sína á þjónustu við landbúnaðinn í nágrannsveitunum og fást unnar kjötvörur þaðan víða um land. Nokkur útgerð er frá Kópaskeri og gistihús og farfuglaheimili eru á staðnum.
Stutt er til margra áhugaverðra staða frá Kópaskeri, s.s. Húsavíkur og Mývatns, og Jökulsárgljúfur, sem teljast með merkustu náttúruperlum landsins, eru nærri.
Árið 1976 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og urðu töluverðar skemmdir á mannvirkjum á Kópaskeri.(Myndskeið)
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og uppýsinga-vefinn nat.is .
Landsig varð í Kelduhverfi, myndaðist þá Skjálftavatn, sem er með stærstu vötnum landsins (11 km²). Jarðskjálftar, allt að 4,1 á Richter, með miðju í Öxarfirði, skóku Kópasker 18. sept. 2001 og varð vart alla leið til Akureyrar.
Vegalengdin frá Reykjavík er U.Þ.B. 580 km um Hvalfjarðargöng.