Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kópasker

Kópasker

Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880. Kauptúnið fór að byggjast eftir 1910 og byggir tilvist sína á þjónustu við landbúnaðinn í nágrannsveitunum og fást unnar kjötvörur þaðan víða um land. Nokkur útgerð er frá Kópaskeri og gistihús og farfuglaheimili eru á staðnum.

Stutt er til margra áhugaverðra staða frá Kópaskeri, s.s. Húsavíkur og Mývatns, og Jökulsárgljúfur, sem teljast með merkustu náttúruperlum landsins, eru nærri. Árið 1976 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og urðu töluverðar skemmdir á mannvirkjum á Kópaskeri. Landsig varð í Kelduhverfi, myndaðist þá Skjálftavatn, sem er með stærstu vötnum landsins (11 km²). Jarðskjálftar, allt að 4,1 á Richter, með miðju í Öxarfirði, skóku Kópasker 18. sept. 2001 og varð vart alla leið til Akureyrar.

Vegalengdin frá Reykjavík er U.Þ.B. 580 km um Hvalfjarðargöng.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Ásbyrgi
Ásbyrgi er stórkostleg náttúrusmíð með allt að 100 m háum hamraþiljum, sem hækka eftir því, sem innar kemur í gljúfrið. Innst er Botns ...
Búrfellsheiði
Búrfellsheiði nær yfir stórt svæði í 200-300 m.y.s. sunnan Þistilfjarðar. Nafngjafinn er Búrfell (620m) á  heiðinni miðri. Vestan henna ...
Dettifoss
Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður. Einum kílómetra sunnan hans er Selfoss, 10 m hár, og 2½ kílómetrum ...
Hafragilsfoss
Hafragilsfoss (27m) er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum. Hann er u.þ.b. 2½ km norðan Dettifoss og blasir við við enda stutts vegsló ...
Hljóðaklettar
Hljóðaklettar í Jökulsárgljúfrum eru sérkennileg þyrping stuðlabergskletta í mynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum. Þessir kle ...
Kelduhverfi
Kelduhverfi liggur á milli Tjörness og Öxafjarðarhrepps. Hinn byggði hluti þess er á svæðinu milli hrauns og hafs og þar eru mörg náttúru ...
Keldunes
Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór bullaugu við hraunbrúnina. Þarna v ...
Melrakkaslétta
Skaginn milli Öxarfjarðar og þistilfjarðar er ónefndur en oftast er talað um að fara fyrir Sléttu, þegar ekið  með ströndum fram á þess ...
Öxarfjörður
Öxarfjörður eða Axarfjörður er á milli Tjörness og Melrakkasléttu. Flóinn er u.þ.b. 30 km breiður milli Knarrarbrekkutanga og Kópaskers e ...
Reykjaheiði
Heiðin milli Reykjahverfis og Kelduhverfis, sunnan Gæsafjalla norður að Grísafjöllum er kölluð Reykjaheiði. Margir vilja þó aðeins nota þ ...
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Norðurlandi vestra Blanda ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )