Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hafragilsfoss

Hafragilsfoss

Hafragilsfoss (27m) er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum. Hann er u.þ.b. 2½ km norðan Dettifoss og blasir við við enda stutts vegslóða, sem liggur yfir einn gíga hinnar 80 km löngu gígaraðar á þessum slóðum við Jökulsá austanverða. Fossberinn er þétt grágrýtislag og handan ár er annar keilulaga gígur, sem Jökulsá hefur rofið við gljúfursmíðina. Margir sleppa þessum útúrdúr en óvíða annars staðar eru Jökulsárgljúfrin fegurri. Þarna er bezt að fara um með varúð, því oft hrynja heilu fyllurnar úr gljúfurbrúnunum.

Fossins er getið í Grettis sögu.

 

Myndasafn

Í grennd

Dettifoss
Dettifoss á Norðlandri eystra Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður. Einum kílómetra sunnan hans er Selfoss, 10 m …
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Selfoss
Selfoss er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum, u.þ.b 1 km sunnan Dettifoss. Hann er 10 m (8-14m) hár og oft sést úðinn frá honum, þegar leiðin lig…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )