Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dettifoss

Dettifoss

Dettifoss á Norðlandri eystra

Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður. Einum kílómetra sunnan hans er Selfoss, 10 m hár, og 2½ kílómetrum norðan hans er Hafragilsfoss, 27 m hár. Dettifoss er aðgengilegur bæði austan og vestan ár. Hvorum megin sem komið er að fossinum, verður að fara með gát.

Að austanverðu er stígurinn niður stórgrýttur og þar hafa orðið mörg slys, þegar fólk hefur ekki séð fótum sínum forráð. Að vestanverðu eru grasbrekkur, sem verða mjög hálar í bleytu. Leiðin frá Dettifossi að Selfossi er tiltölulega auðveld gangandi fólki. Bezt er að aka niður að Hafragilsfossi, sem er ekki síður áhugaverður en Dettifoss, hvað varðar umhverfi, jarðfræði og sögu. Hugmyndir voru uppi um virkjun vatnsaflsins í gljúfrunum, en þær strönduðu á því, að hraunlögin eru of gropin til að halda vatni í uppistöðulóni.

Meira um hæstu fossa.

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hafragilsfoss
Hafragilsfoss (27m) er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum. Hann er u.þ.b. 2½ km norðan Dettifoss og blasir við við enda stutts vegslóða, sem liggu…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum er mesta á Norðurlands. Vatnasvið hennar, 7380 km², er hið stærsta á landinu og hluti þess, u.þ.b. 1700 km², eru undir jökli. Áin er…
Ódáðahraun Íslandsferð 1973
Glögt er gest auga !!! ÍSLANDSFERÐ 1973 JOACHIM DORENBECK Ódáðahraun Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja …
Selfoss
Selfoss er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum, u.þ.b 1 km sunnan Dettifoss. Hann er 10 m (8-14m) hár og oft sést úðinn frá honum, þegar leiðin lig…
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )