Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jökulsá á Fjöllum

Jökulsá á Fjöllum er mesta á Norðurlands. Vatnasvið hennar, 7380 km², er hið stærsta á landinu og hluti þess, u.þ.b. 1700 km², eru undir jökli. Áin er 206 km löng og meðalrennsli henna er 183 m³ um Dettifoss. Eystri upptakakvísl hennar er Kreppa, sem rennur austan Krepputungu. Farvegur Jöklu er austan Ódáðahrauns og Mývatnsöræfa, um Kelduhverfi og til sjávar í Öxarfirði.

Aðrir fossar í ánni eru: Selfoss, Réttarfoss og Hafragilsfoss. Rétt norðan Herðubreiðarlinda er smáfoss, þar sem áin hverfur ofan í þrönga gjá. Fyrsta brúin yfir Jöklu var byggð hjá Ferjubakka í Öxarfirði árið 1905 og ný á sama stað 1956-57. Önnur brúin, þar sem þjóðvegur 1 liggur á móts við Grímsstaði, var byggð árið 1947, en áður voru lögferjur á báðum þessum stöðum.

Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfur er vestan Jöklu frá og með Dettifossi til og með Ásbyrgi (nánar lýst annars staðar). Eftir að gljúfrum Jöklu sleppir er hún gjarnan kölluð Jökulsá í Öxarfirði. Þar kvíslast hún í Sandá og Bakkahlaup, sem fá meginvatnsmagnið, þannig að Jökla sjálf er ekki svipur hjá sjón, þegar hún rennur úti í sjó. Oft valda krapastíflur því, að áin grefur sér nýja farvegi. Jökla er talin bera fram u.þ.b. 5 milljónir tonna af aur árlega, þannig að uppbygging nýs lands er stöðug. Við ósana er mikið af sel og talsvert skúmsvarp á söndunum.

1. september – 31. Desember 2014.- Hraungos stóð þá  yfir í Holuhrauni. Nýjar gossprungur höfðu myndaðst í Holuhrauni 5. september. Hraunrennslið náði út í Jökulsá á Fjöllum.
Gosið í Holuhrauni er talið lokið þann 28. febrúar 2015.

Myndasafn

Í grennd

Dettifoss
Dettifoss á Norðlandri eystra Dettifoss er öflugasti foss Evrópu. Hann er 44 m hár og um 100 m breiður. Einum kílómetra sunnan hans er Selfoss, 10 m …
Hafragilsfoss
Hafragilsfoss (27m) er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum. Hann er u.þ.b. 2½ km norðan Dettifoss og blasir við við enda stutts vegslóða, sem liggu…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Mývatnsöræfi
Mývatnsöræfi. Vesturmörkin eru Mývatnssveit, austurmörkin Jökulsá á Fjöllum, suður- og vesturmörkin eru Ódáðahraun og norðurmörkin heiðar Kelduhverfis…
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum
Allt fram til ársins 1947, þegar Jökulsá á Fjöllum var brúuð á Mývatnsöræfum, var lögferja frá   Grímsstöðum aðeins norðar en brúin var reist. Þar var…
Selfoss
Selfoss er einn þriggja fossa í Jökulsá á Fjöllum, u.þ.b 1 km sunnan Dettifoss. Hann er 10 m (8-14m) hár og oft sést úðinn frá honum, þegar leiðin lig…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )