Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum

Allt fram til ársins 1947, þegar Jökulsá á Fjöllum var brúuð á Mývatnsöræfum, var lögferja frá   Grímsstöðum aðeins norðar en brúin var reist. Þar var hlaðið sæluhús úr steinlímdu grjóti árið 1881. Í kjallaranum var hesthús og svefnloft fyrir ofan, þar sem var einnig eldstæði. Óhætt er að fullyrða, að fæst sæluhúsa á landinu á þessum tíma hafi verið eins vel búin. Sigurbjörn Sigurðsson steinsmiður frá Hólum í Laxárdal hannaði sæluhúsið.
Er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá 1988.

Hvað, sem því líður, varð ekki öllum svefnsamt þar. Húsið varð alræmt vegna draugagangs. Gestir þess heyrðu högg og hávaða, þeim fannst þreifað á sér og hundar létu illa. Stundum virtist einhver vera rífa þakið af húsinu. Þeir, sem vissu lengra en nef þeirra náði, þóttust kenna ógulega ófreskju. Einn þeirra, Jóhannes Jónsson (Drauma-Jói), lýsti henni sem kafloðnum og ægilegum veturgömlum kálfi. Þetta hús stendur enn þá og bíður eftir gestum!
Þorir þú ?

Myndasafn

Í grennd

Draumajói
Jóhannes Jónsson fæddist í Sauðaneskoti, 24. apríl 1861. Ellefu ára missti hann föður sinn og fluttust þau móðir hans hingað, á Sauðanes, en eldri sys…
Grímstaðir á Fjöllum
Grímstaðir eru ásamt Möðrudal hæstu byggðu ból landsins. Þeir voru löngum í þjóðleið og þar var   lögferja áður en Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947. F…
Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum er mesta á Norðurlands. Vatnasvið hennar, 7380 km², er hið stærsta á landinu og hluti þess, u.þ.b. 1700 km², eru undir jökli. Áin er…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )