Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Draumajói

Jóhannes Jónsson fæddist í Sauðaneskoti, 24. apríl 1861. Ellefu ára missti hann föður sinn og fluttust þau móðir hans hingað, á Sauðanes, en eldri systkinum hans var komið fyrir annars staðar, ýmist í vist eða fóstur eftir aldri og aðstæðum. Jóhannes bjó ekki í þessu húsi, Sauðaneshúsi, það var í byggingu þegar hann fór burtu nítján ára að aldri.

Jóhannes Jónsson sá maður sem hann er þekktur sem enn í dag, Drauma-Jói.

Allir fóru að þekkja Drauma-Jóa, um allt land var hann kunnugur. En hann sjálfur gerði ekki mikið úr þessari fjarskyggni, var efins um hvort nokkuð nýtilegt kæmi upp úr þessum svefni. Líka var hann hræddur um að eitthvað myndi hrykkja upp úr honum sem komið gæti einhverjum óþægilega, eins og gerðist einu sinni þegar honum var hótað málssókn fyrir það sem hann hafði sagt sofandi, þó það væru ekki ósannindi.

En skyggn Drauma Jóa entist ekki. Út af gigtinni fór hann að sofa illa, vakna þegar hann var spurður spurningar. Og þegar hann giftist Ragnhildi Kristjánsdóttur þá passaði hún vel upp á að hann væri ekki spurður neins sofandi án leyfis. Að lesa sögurnar nú virðist manni jafnvel Drauma-Jói hafi haft minni trú á þessum göldrum en áheyrendur hans við rúmstokkinn. Hann var maður eins og við hin, vinnandi og stritandi.

Myndasafn

Í grennd

Sauðanes
Fyrrum var prestsetrið að Sauðanes í miðju byggðar á Langanesi en þaðan fluttust íbúarnir brott á 20.  öldinni vegna breyttra atvinnuhátta. Þarna var …
Sæluhúsið við Jökulsá á Fjöllum
Allt fram til ársins 1947, þegar Jökulsá á Fjöllum var brúuð á Mývatnsöræfum, var lögferja frá   Grímsstöðum aðeins norðar en brúin var reist. Þar var…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )