Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðanes

Fyrrum var prestsetrið að Sauðanes í miðju byggðar á Langanesi en þaðan fluttust íbúarnir brott á 20.  öldinni vegna breyttra atvinnuhátta. Þarna var eftirsótt brauð um aldir með æðarvarpi, reka silungs- og selveiði.

Þegar séra Vigfús Sigurðsson (1811-89) fluttist frá Svalbarði í Þistilfirði til Sauðaness 1869, lét hann reisa fyrir sig íbúðarhús úr tilhöggnum steini á árunum 1879-81, eitt örfárra slíkra húsa á landinu á þeim tíma. Smiðir voru bræðurinir Björgólfur snikkari og Sveinn múrsmiður, sem bjuggu þá báðir að Sauðanesi. Mikill tekkbolur, sem rak á fjörur á Langanesi var notaður í útidyrabúnað og hurðir.

Séra Arnljótur Ólafsson (1823-1904) tók við af séra Vigfúsi og búið var í húsinu til 1955, þegar nýtt prestsetur var tekið í notknun. Árið 1989 tók Þjóðminjasafnið gamla húsið í sína vörzlu og síðasta áratug 20. aldar var unnið að endurbótum á því.
Sumarið 2003 var þeim lokið og húsið var opnað til menningartengdrar ferðaþjónustu samkvæmt samningi heimamanna og Þjóðminjasafnsins.

Myndasafn

Í grend

Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja ...
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi o ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )