Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðanes

Fyrrum var prestsetrið að Sauðanes í miðju byggðar á Langanesi en þaðan fluttust íbúarnir brott á 20.  öldinni vegna breyttra atvinnuhátta. Þarna var eftirsótt brauð um aldir með æðarvarpi, reka silungs- og selveiði.

Þegar séra Vigfús Sigurðsson (1811-89) fluttist frá Svalbarði í Þistilfirði til Sauðaness 1869, lét hann reisa fyrir sig íbúðarhús úr tilhöggnum steini á árunum 1879-81, eitt örfárra slíkra húsa á landinu á þeim tíma. Smiðir voru bræðurinir Björgólfur snikkari og Sveinn múrsmiður, sem bjuggu þá báðir að Sauðanesi. Mikill tekkbolur, sem rak á fjörur á Langanesi var notaður í útidyrabúnað og hurðir.

Séra Arnljótur Ólafsson (1823-1904) tók við af séra Vigfúsi og búið var í húsinu til 1955, þegar nýtt prestsetur var tekið í notknun. Árið 1989 tók Þjóðminjasafnið gamla húsið í sína vörzlu og síðasta áratug 20. aldar var unnið að endurbótum á því.
Sumarið 2003 var þeim lokið og húsið var opnað til menningartengdrar ferðaþjónustu samkvæmt samningi heimamanna og Þjóðminjasafnsins.

Myndasafn

Í grennd

Draumajói
Jóhannes Jónsson fæddist í Sauðaneskoti, 24. apríl 1861. Ellefu ára missti hann föður sinn og fluttust þau móðir hans hingað, á Sauðanes, en eldri sys…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )