Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húsavík

Húsavík að vetri til
Mynd: www.nordurland.is

Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og þjónustu við nágrannasveitir. Vinnsla landbúnaðarafurða er og stór þáttur í atvinnulífinu og eru þar framleiddar landsþekktar kjöt- og mjólkurvörur. Elzta kaupfélag landsins var stofnað á Húsavík árið 1882. Hótel og önnur góð gistiaðstaða eru á staðnum og þjónusta við ferðamenn eins og hún gerist best. Hvalaskoðunarferðir frá Húsavík eru löngu þekktar hérlendis sem og víðast annars staðar í heiminum og kemur fjöldi íslenskra og erlendra ferðamanna til Húsavíkur gagngert til að skoða hvali. Árangurinn í þessum ferðum hefur orðið til þess, að bærinn er nú kallaður: „Hvalahöfuðborg heimsins”. Hvalamiðstöðin dregur til sín tugi þúsunda gesta ár hvert.

Það var á Húsavík sem talið er að sænski landnámsmaðurinn Garðar Svavarsson hafi   stoppað veturinn 870. Er hann fór frá Íslandi um vorið urðu þrír skipverjar eftir og settust þar að. Það var Náttfari, ásamt þræl og ambátt. Nokkuð skiptar skoðanir eru um sannleiksgildi sagna um landnám Náttfara, enda var hans ekki getið í Íslendingabók Ara Fróða. En þó eru margir sem vilja telja hann sem fyrsta norræna landnámsmanninn á Íslandi.

Húsavík – Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (2020)
Húsavík var heimabær tónlistarfólksins Lars (Will Ferrell) og Sigrit (Rachel McAdams) sem í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga fengu tækilfæri lífs síns til að kynna Ísland á Eurovision. Hér má skoða sýnishorn úr myndinn á vefnum www.imdb.com.

Stutt er í eina af þekktustu laxveiðiá landsins, Laxá í Aðaldal, en einnig býðst veiði í vötnum og öðrum ám í nágrenninu. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru í nágrenni Húsavíkur og má t.d. nefna Tjörnes, hvar finna má skeljar í berglögum vel fyrir ofan sjávarmál. Skammt er til Mývatns, Kelduhverfis, Jökulsárgljúfra og annnarra áhugaverðra staða frá Husavík.

Myndasafn

Í grennd

Aðaldalur
Aðaldalur nær yfir mestan hluta láglendisins suður af Skjálfandaflóa alla leið vestur að Skjálfandafljóti   og heiðarinnar norður af Fljótsheiði, þar …
Flatey á Skjálfandaflóa
Flatey liggur u.þ.b. 2½ km undan Flateyjardal. Hún er u.þ.b. 2½ km löng, 1 km breið og 2,62 km2. Hæst rís hún 22 m úr sjó en talið er, að hún hafi ris…
Gamli Baukur
Gamli Baukur: Gamla sýslumannshúsið á Húsavík stóð uppi með Búðarárgilinu. Það var reist í kringum 1843 í sama stíl og dönsku verzlunarhúsin með háum…
Golfklúbbur Húsavíkur
640 Húsavík Sími: 464- 9 holur, par 35. Golfiðkun á Íslandi er talin hefjast árið 1934 er Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður en Golfklúbbur Ak…
Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Illugastaðir í Fnjóskadal
Illugastaðir í innanverðum Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu eru fornt höfuðból og kirkjustaður.  þar var helguð heilögum Nikulási á katólskum tímum.…
Kaldakinn
Kaldakinn er byggðin milli Ljósavatnsskarðs og Skjálfandaflóa í austanverðum Bárðardal og Aðaldal   undir hlíðarbröttum og háum Kinnarfjöllum. Þau eru…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Laxá í Laxárdal
Veiðisvæði Laxár ofan brúar, er í Reykdæla og Aðaldælahreppum í Laxárdal, S.-Þingeyjarsýslu. Það er tæpast hægt að finna betri og áhugaverðari silungs…
Múli
Múli er fornt höfuðból, löngum prestssetur og kirkjustaður í Aðaldal. Eldra nafn bæjarins er Fellsmúli. Prestar sóttust eftir þessu tekjuháa og þægile…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Yztafell
Yztafell er bær undir vestanverðu Kinnarfelli í Köldukinn. Sigurður Jónsson (1852-1926), bóndi og  alþingismaður, bjó þar. Hann var mesti forgöngumað…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )