Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Akureyri

Akureyri

Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver bezta yfirsýn yfir hann og umhverfið er frá Vaðlaheiði, austan fjarðar.

Elstu hlutar Akureyrar eru á Oddeyrinni og á láglendisræmunni sunnan miðbæjarins. Mikil áherzla hefur verið lögð á endurnýjun gamalla húsa og margir hafa yndi af núverandi útliti þeirra. Fyrsta íbúðarhúsið á Akureyri var byggt 1778 og árið 1786 fékk byggðin (12 íbúar) kaupstaðaréttindi, sem voru afnumin 1836 vegna þess, að hún dafnaði ekki. Síðari réttindin komu árið 1862 og hafa dugað síðan. Líklega er nafn bæjarins dregið af kornakri í einu af giljum hans.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 380 km.

Meira um Akureyri.

Mennta- og menningarlíf blómstrar í bænum. Þar starfar fjöldi listamanna, sem sýna og selja gestum og gangandi afurðir sínar, og Leikhús Akureyrar leggur þung lóð á vogarskálarnar á hverju ári. Meðal menntastofnana eru háskóli og menntaskóli með heimavistaraðstöðu, sem veldur talsverðri fjölgun íbúa í bænum á veturna, og er nýtt til hýsingar ferðamanna á sumrin.

Akureyri er einnig miðstöð heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. Þar er stórt og fullkomið sjúkrahús, sem er í útrásarham, líkt og fleiri slíkar stofnanir á landinu.

Akureyringar eru kunnir fyrir skíðamennsku og aðstaðan í Hlíðarfjalli, rétt ofan við bæinn, laðar að fjölda ferðamanna á veturna. Á sumrin iðar bærinn af lífi og efnt er til margs konar viðburða til að laða ferðamenn að. Sundlaugin er meðal vinsælustu afþreyingarstaða bæjarins. Ferðaþjónustan er mikilvægur og vaxandi atvinnuvegur, sem Akureyringar hlúa vel að.

Úrval veitinga- og gististaða hæfir buddum flestra, sem ákveða að dvelja um stund í bænum. Mörg fyrirtæki bjóða gestum fjölbreytta möguleika til afþreyingar, s.s. skoðunarferðir vítt og breitt um Norðurland á landi, sjó og í lofti, veiðar í ám og vötnum, strandveiði, sjóstangaveiði, gönguferðir, skautahöll og fjörugt næturlíf.

Akureyri er aðalmiðstöð samgangna á Norðurlandi. Umferðarmiðstöðin er upphafs- eða endastöð áætlunarbíla og skoðunarferða. Sama má segja um flugvöllinn, sem tengir bæinn við höfuðborgarsvæðið oft á dag og þaðan er síðan flogið til ýmissa áfangastaða á Norðurlandi.

Meðal skoðunarverðra staða á Akureyri eru öll söfnin, galleríin, Lystigarðurinn, Akureyrar- og Glerárkirkja og gömlu bæjarhlutarnir. Sunnan Akureyrar er Kjarnaskógur, sem er vinsælt útivistarsvæði, líkt og gönguleiðirnar í Glerárdal, þar sem gamla virkjunin hefur verið endurbyggð.

Atvinnulíf Akureyrar byggist aðallega á fiskveiðum og vinnslu, iðnaði, ferðaþjónustu, menningar- og menntamálum.

Kræklingahlíð er sveitin milli ósa Hörgár og Glerár vestan Eyjafjarðar. Vestan að henni er Hlíðarfjall og nokkrar smávíkur skerast inn í ströndina, s.s. Skjaldarvík, Krossanesbót, Gæsavík og Dagverðareyrarvík. Þar var sums staðar síldarverkun fyrrum. Sveitin er öll gróin, nokkuð flatlend með ströndinni og aðlíðandi og allþéttbýl, víða tvær bæjarraðir. Mikið land hefur verið ræktað, þannig að mýrlendi hefur minnkað verulega. Eftir aldamótin 1900 óx þorp við Glerá. Það og syðstu bæirnir í Kræklingahlíð eru nú hluti af Akureyri.

Eyjafjarðarsveit nær yfir allan Eyjafjarðardalinn. Þar er margt áhugavert og þaðan fá Akureyringar heita vatnið úr borholum að Laugalandi. Sé Eyjafjarðardalur ekinn á enda, er hægt að halda áfram á fjallabílum upp úr dalnum til suðurs að Laugafelli og inn á leiðina yfir Sprengisand, vestur á Kjalveg eða niður í Vesturdal í Skagafirði.

Fjöldi veiðistaða, margar ár og vötn, eru í og í nágrenni Akureyrar. Oft má sjá fjölda fólks með veiðistangir við botn Eyjafjarðar og Eyjafjarðará getur verið gjöful. Þar er einnig fjölskrúðugt fuglalíf, sem margir náttúruunnendur njóta. Þá er ekki langt í Hraunsvatn eða Fnjóská.

Kort Norðurland

Myndasafn

Í grennd

Akureyrarflugvöllur
Akureyrarvöllur var gerður á leirunum við ósa Eyjafjarðarár og tekinn í notkun í desember 1955.    Var hann fyrst malarvöllur, sem var síðan malbikaðu…
Akureyrarkirkja
Akureyrarkirkja var vígð 1940. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði hana. Yfir miðju altarinu er steindur gluggi úr enskri kirkju í Cove…
Akureyri Innbærinn
Miðbærinn stendur á rótum Oddeyrarinnar, sem Akureyri dregur nafn af.  byggðist upp af framburði lækjar, sem rann um Búðargilið og var eign Stóra-Eyra…
Borgir og bæir í stafrófsröð
Hér eru helstu þéttbýliskjarnar landsins Akranes Akureyri Arnarstapi Árnes Árskógssandur …
Gásir
Gásir við Eyjafjörð Gásir var fyrrum fjölsóttasti verzlunarstaður Norðurlands, sunnan Hörgárósa og norðan samnefnds  bæjar (nú Gæsir), sem var fyrst …
Glerárdalur/Gönguleiðir
Glerárdalur Súlur (1144m og 1167m) eru suðvestan Akureyrar. Þær gnæfa upp úr breiðum breiðum blágrýtisstalli   (500 m.y.s.). Riminn sunnan Súlna að K…
Glerárhverfi
Glerárhverfi er norðan Glerár. Byggðin þar þróaðist frá síðari hluta 19. aldar og þar myndaðist þéttbýli  utan Akureyrar, því að mörkin lágu um Glerá.…
Golfklúbbur Akureyrar
Jaðarsvöllur, Sími: 462- 18 holur, par 36/35 gagolf@nett.is Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður 1935. Núverandi aðstaða er að Jaðri, þar sem klú…
Grímsey
Grímsey Flatarmál Grímseyjar er 5,3 km² og skemmsta vegalengd milli lands og eyjar er 41 km.  snertir hana   norðanverða og í kringum sumarsólstöður …
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Kjarnaskógur
Kjarnaskógur er hluti af skógarbelti, sem á að ná umhverfis Akureyri í framtíðinni og landið hefur verið í   eigu Akureyrarbæjar síðan 1910. Framan af…
Krossanesborgir
Krossanesborgir Þetta eru klettaborgir norðan Glerárhverfis og austan Hörgárbrautar. Þær bera ýmis ummerki  skriðjökulsins, sem mótaði þær. Í Stofukl…
Mel­gerðismelar
Fyrsti flugvöllur Akureyrar var inn á Melgerðismelum. Fram á því var sjóflugvélum flogið til Akureyar. Á Melgerðismelum er nú líka tamningastöð Hross…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Tjaldstæðið Hamrar Akureyri
Meðal skoðunarverðra staða á Akureyri eru öll söfnin, galleríin, Lystigarðurinn, Akureyrar- og Glerárkirkja og gömlu bæjarhlutarnir. Sunnan Akureyrar …
Tjaldstæðið Þórunnarstræti Akureyri
Meðal skoðunarverðra staða á Akureyri eru öll söfnin, galleríin, Lystigarðurinn, Akureyrar- og Glerárkirkja og gömlu bæjarhlutarnir. Sunnan Akureyrar …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )