Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kirkjur á hringveginum

Blönduóskirkja yngri

Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum

Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið að gera þetta allt og við getum farið að einbeita okkur að því að njóta allra lystisemdanna á leiðinni, landslagi, sögu, náttúru og mannlífi. Ferðaþjónustan er líka víðast orðin til fyrirmyndar, þannig að ótal kostir standa til boða. Í þessari hringferð er upplagt að skoða kirkjur landsins sem geyma menningu og sögu Íslands!!

Þessi síða er þannig gerð, að hún ætti að nægja til að undirbúa kirkju hringferðina í ár. Allir kaupstaðir, kauptún og byggðakjarnar auk áhugaverðra staða og margs konar þjónusta og afþreying við hringveginn eru innan seilingar.

SVÆÐISKORT UMHVERFIS LANDIÐ

TILLAGA AÐ FERÐAÁÆTLUN 6 daga kirkju hringferð (eða þar um bil)

Veðurspá allt landið

Dagur 1. Reykjavík- Borgarfjörður – Norðuland Vestra – Skagafjörður.

Hallgrimskirkja í Saurbæ
Hallgrímskirkja á Saurbæ við Hvalfjörð

Ekið frá Reykjavík um Borgarfjörð og yfir Holtavörðuheiði til Norðurlands. Það eru margir áhugaverðir staðir á leiðinni og víða hægt að á. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn eru í Borgarnesi, Staðarskála. og í Varmahlíð .

Upplagt er að gista á Hvammstanga og nágrenni eða Skagafirði.

 

Kirkjur: Vesturland
HALLGRÍMSKIRKJA í SAURBÆ  Kirkjan í Saurbæ, sem var vígð 1957, er helguð minningu Hallgríms Péturssonar
LEIRÁRKIRKJA  Kirkjan, sem er á staðnum, var byggð árið 1914.
BORGARKIRKJA Borgarkirkja (Borg á Mýrum). Hún var byggð 1880.

Kirkjur: Norðuland Vestra
STAÐARKIRKJA Timburkirkjan með turni og sönglofti, sem nú stendur þar, var byggð 1884
VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA Meðal merkra gripa kirkjunnar er prédikunarstóllinn, líklega frá 17. öld.
ÞINGEYRAKLAUSTURSKIRKJA, Á Þingeyrum var elzta og sögufrægasta klaustur á Íslandi, talið stofnað 1133
EFRA-NÚPSKIRKJA, Jón Arason Hólabiskup sló eign sinni á Efra-Núp 1535
Blönduóskirkja yngriBLÖNDUÓSKIRKJA, Nýja kirkjan var vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði hana og sótti hugmyndir að í fjöllin og landslagið í umhverfinu.
BÓLSTAÐARHLÍÐARKIRKJA, Núverandi járnvarin timburkirkja var reist 1888 og vígð 1889. Hún var friðuð 1. janúar 1990.
BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA, Hér var mikið hefðarsetur og frægasti höfðingi á staðnum Hafliði Másson.

Dagur 2. Skagafjörður -Akureyri.

Skagafjörður er eitthvert söguríkasta svæði landsins. Þaðan er haldið áfram yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar. Þar er fjöldi safna og margt annað til afþreyingar.
Kirkjur: VÍÐIMÝRARKIRKJA, Sáluhliðið með kirkjuklukkunum er á upprunalegum stað.
GLAUMBÆJARKIRKJA, Útkirkjur eru á Víðimýri og á Reynisstað. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1924.
REYNISTAÐARKIRKJA, Reynistaður er bær, kirkjustaður og fyrrum klaustur vestan Héraðsvatna, 10 km sunnan Sauðárkróks.
FLUGUMÝRARKIRKJA, Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð, sem heyrði til Hofsstaðaþinga til 1861,
GELDINGAHOLTS-og SEYLUKIRKJA, Geldingaholt er gamalt höfuðból og eitt af stórbýlum héraðsins í margar aldir og kemur víða við sögu á Sturlungaöldinni, þegar valdabaráttan stóð sem hæst í landinu
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA, Timburkirkjan á Sauðárkróki var byggð 1892 og vígð 18. desember.
GOÐDALAKIRKJA, Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir þess lagðar til Mælifells
MÆLIFELLSKIRKJA
, Mælifell er bær, prestssetur og við rætur Mælifellshnjúks.
GRAFARKIRKJA,  Gröf er innsti bær á Höfðaströnd, skammt sunnan Hofsóss.
HÓLADÓMKIRKJA, Síðasti prestur á Hólum á síðustu öld var séra Benedikt Vigfússon (1797-1868).

Dagur 3. Akureyri-Mývatn.
Þá er stefnt austur yfir Víkurskarð um Dalsmynni eða um Jarðgöngin í Fnjóskadal að Goðafossi og þaðan til Mývatns. Þar er af svo mörgu að taka, að velja verður áhugaverðustu staðina.

Kirkjur: AKUREYRARKIRKJA, Ljósakross og predikunarstóll kirkjunnar eru skreytt íslensku silfurbergi
GLERÁRKIRKJA, Áður en Glerárkirkja var reist, var aðeins ein kirkja í Lögmannshlíðarsókn,
SAFNAKIRKJAN á AKUREYRI, Samkvæmt Svalbarðsstrandarbók frá 1964 stóð þar kirkja þar frá miðri 12. öld
MUNKAÞVERÁRKIRKJA, Timburkirkjan þar var byggð 1844 af Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni.
MÖÐRUVALLAKIRKJA Eyjafirði, Kirkjan, sem nú stendur, var að mestu byggð 1847 og henni lokið árið eftir.
MÖÐRUVALLAKIRKJA Hörgárdal, Möðruvellir eru bær, prestssetur, kirkjustaður og fyrrum klaustur í Hörgárdal.
LJÓSAVATNSKIRKJA, Björn Jóhannsson, bóndi á Ljósavatni, var kirkjusmiður.
HÁLSKIRKJA, Kirkjan, sem nú stendur, var byggð1859-63. Hún var ófullgerð árið 1860,
DRAFLASTAÐAKIRKJA, Draflastaðir koma við sögu í Sturlungu. Sigurður Sigurðarson, búnaðarmálastjóri, kenndi sig við bæinn.
SKÚTUSTAÐAKIRKJA, Skútustaðir eru bær, kirkjustaður og prestssetur við sunnanvert Mývatn.
BÆNHÚSIÐ RÖND. Er í Skútustaða-prestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi

Dagur 4. Mývatn-Húsavík-Ásbyrgi-Dettifoss-Egilsstaðir.
Eftir hálftíma akstur frá Mývatni blasir Húsavík við. Þar er margt að sjá og gera, en þaðan er haldið yfir Tjörnes til Ásbyrgis í Kelduhverfi og áfram að Dettifossi ekki gleyma Selfoss og Hafragilsfoss. Eftir það er ekið suður á hringveginn og alla leið til Egilsstaða.

Kirkjur: ÞVERÁRKIRKJA, Arngrímur Gíslason, málari, sem dvaldi í Laxárdal um skeið, málaði altaristöfluna.
HúsavíkHÚSAVÍKURKIRKJA, Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31.
GARÐSKIRKJA, Prestakallið var lagt niður til bráðabirgða 1862 og að fullu 1880 og sóknin lögð til Skinnastaðar.
VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA,Staðarkirkjan var Maríukirkja að fornu en varð aðalkirkja 1306, sem áður var að Bessastöðum
ÁSKIRKJA , Ás er fyrrum prestssetur, bær og kirkjustaður í Fellum
GEIRSSTAÐAKIRKJA, Geirsstaðakirkja er endurgerð torfkirkja, en frumgerðin er talin vera frá þjóðveldisöld (930-1262)

Dagur 5. Egilsstaðir-Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell.
Skemmtilegast er að þræða Austfirðina. Þá er ekið um Fagradal til Reyðarfjarðar og áfram suður. Margir aka um Skriðdal á þjóðvegi 1 niður í Breiðdal eða um Öxi niður í Berufjörð, sem er stytzta leiðin. Ekki er mikið úr vegi að kíkja á Höfn áður en haldið er að Jökulsárlóni. Þá er haldið inn í Öræfi og gott að eyða nóttinni þar.

Kirkjur: EGILSSTAÐAKIRKJA, Kirkjan stendur á Gálgakletti í næsta nágrenni Menntaskólans á Egilsstöðum.
DJÚPAVOGSKIRKJA, Kirkja var flutt frá Hálsi í Hamarsfiðri til Djúpavogs 1894 og prestur hefur setið þar síðan.
HOFSKIRKJA Djúpavogi, Prestssetrið var flutt til Djúpavogs 1905 og núverandi kirkja var byggð 1896 úr járnklæddu timbri.
BERUFJARÐARKIRKJA, Á Berunesi var útkirkja og prestakallið var lagt niður 1907.
HAFNARKIRKJA, Orgelið var smíðað hjá P. Bruhn og søn í Danmörku árið 1996.

Dagur 6. Skaftafell-Kirkjubæjarklaustur-Vík-Reykjavík.
Dagurinn hefst með akstri yfir Skeiðarársand til Kirkjubæjarklausturs, yfir Eldhraun og Mýrdalssand til Víkur. Þá taka við Dyrhólaey, Skógafoss,
Seljalandsfoss og Suðurlandsundirlendið áður en höfuðborgarsvæðið birtist framundan.

Kirkjur:
NÚPSSTAÐARKIRKJA. Bænhúsið á Núpsstað er að stofni frá 17. öld og í umsjá þjóðminjavarðar.
HOFSKIRKJA, Hofskirkja er í Kálfafellstaðarprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún er að stofni til frá 1884.
KAPELLAN á KLAUSTRI, Kapellan er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli  Hún var vígð 17. júní 1974 í tilefni 1100 ára Íslandsbyggðar. Ákveðið var að reisa þessa minningarkapellu árið 1966 á 175. ártíð séra Jóns.
KirkjubæjarklausturÞYKKVABÆJARKLAUSTUR, Nafntogaðasti munkurinn þar var Eysteinn Ásgrímsson. Hann var uppi á 14. öld og kom nafni sínu á spjöld sögunnar með hinu ódauðlega helgikvæði „Lilju“, sem allir vildu ort hafa.
KÁLFAFELLSKIRKJA, Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar er gamall kirkjugarður.
REYNISKIRKJA, Kirkjan á Reyni hefur verið færð nokkuð frá staðnum og í gamla kirkjugarðinum er legstaður Sveins Pálssonar, læknis.
SKEIÐFLATARKIRKJA, Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var kirkjusmiður.
SAFNAKIRKJAN á Skógum,
Þessi lítilláta kirkja er örugglega stór hluti af ævistarfi höfundar Skógasafns
ÁSÓLFSSKÁLI, Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni,
HLÍÐARENDAKIRKJA, Hlíðarendakirkja var aflögð 1802 og sóknin lögð til Teigs.
ODDAKIRKJA,  Oddi hefur verið kirkjustaður frá upphafi
KROSSKIRKJA, Hönnuður: Talinn vera Halldór Guðmundsson forsmiður í Strandarhjáleigu.
KELDNAKIRKJA, Frumkvöðull byggingar hennar var Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Keldum
SELFOSSKIRKJA, Sigurður Pálsson varð vígslubiskup í Skálholti með búsetu á Selfossi árið 1966.
kotstrandarkirkjaKOTSTRANDARKIRKJA, Árið 1909 var ákveðið að leggja niður kirkjurnar að Arnarbæli og Reykjum og leggja sóknirnar til Kotstranda.
HVERAGERÐISKIRKJA, Útkirkjur eru á Kotströnd, Hjalla og Strönd. Arkitekt núverandi kirkju var Jörundur Pálsson og Jón Guðmundsson var byggingameistari.

Það er líka upplagt að hefja ferðinna um Suðurland skoða veðurspá !!!

Myndasafn

Í grennd

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )