Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Möðruvallakirkja Í Eyjafirði

Möðruvallakirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Möðruvellir eru bær og kirkjustaður í Eyjafirði. Líklegt er, að Guðmundur Eyjólfsson ríki hafi látið byggja fyrstu kirkjuna þar og katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar heilögum Marteini. Kirkjan, sem nú stendur, var að mestu byggð 1847 og henni lokið árið eftir, þegar hún var vígð. Flóvent Sigfússon á Kálfskinni og Friðrik Möller á Möðruvöllum voru aðalsmiðir. Líklega var Ólafur Briem á Grund yfirsmiður.

Hún er turnlaus timburkirkja í hefðbundnum stíl og með krossi á framstafni. Milligerð er milli kórs og framkirkju og söngloft uppi. Tréverk er fíngert og íburði þó still í hóf. Haukur Stefánsson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna í tilefni aldarafmælis hennar.

Kirkjan fauk af grunni skömmu fyrir jól 1972. Svipað gerðist 1857 og 1765. Altarisbrík úr alabastri, sem Margrét Vigfúsdóttir gaf kirkjunni (1484?), er merkasti gripur hennar. Klukknaportið er frá 1781.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )