Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Leirárkirkja

Leirárkirkja er í Saurbæjarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Leirá er fornt höfuðból, kirkjustaður   fyrrum prestssetur í Leirársveit við Leirá, sem er góð laxveiðiá. Kirkjan, sem er á staðnum, var byggð árið 1914. Hún er úr steinsteypu með klæddum veggjum að innan, hvelfdu lofti og viðarklæðningu á kórgafli. Viðgerðir fóru fram á árunum 1973-1976. Ný forkirkja var byggð og húsið klætt að utan.

Meðal góðra gripa kirkjunnar má nefna silfurkaleik og patínu, sem Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður í Kaupmannahöfn, smíðaði og Magnús Stephensen gaf kirkjunni 1897. Nokkrir gamlir koparstjakar eru í kirkjunni og altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson, eftirmynd töflunnar í Fossvogskirkju. Leirá hefur verið útkirkja frá Saurbæ síðan 1883 en lá áður til Mela. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )