Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Leirárkirkja

Leirárkirkja er í Saurbæjarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Leirá er fornt höfuðból, kirkjustaður fyrrum prestssetur í Leirársveit við Leirá, sem er góð laxveiðiá. Kirkjan, sem er á staðnum, var byggð árið 1914. Hún er úr steinsteypu með klæddum veggjum að innan, hvelfdu lofti og viðarklæðningu á kórgafli. Viðgerðir fóru fram á árunum 1973-1976. Ný forkirkja var byggð og húsið klætt að utan.

Meðal góðra gripa kirkjunnar má nefna silfurkaleik og patínu, sem Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður í Kaupmannahöfn, smíðaði og Magnús Stephensen gaf kirkjunni 1897. Nokkrir gamlir koparstjakar eru í kirkjunni og altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson, eftirmynd töflunnar í Fossvogskirkju. Leirá hefur verið útkirkja frá Saurbæ síðan 1883 en lá áður til Mela. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula.

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )