Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Staðarkirkja

Staðarkirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staður er bær, kirkjustaður, gisti- og  í   Staðarhreppi við austanverðar leirur Hrútafjarðar. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður.

Timburkirkjan með turni og sönglofti, sem nú stendur þar, var byggð 1884. Hún tekur um 80 manns í sæti. Sigurður Sigurðsson, faðir Stefáns skálds frá Hvítadal, var yfirsmiður. Gagnger viðgerð fór fram á kirkjunni árið 1950.

Meðal góðra gripa hennar er tréskurðarskreyting á austurgafli, yfir altarinu. Þar er forn altaristafla, máluð á tré, sem sýnir kvöldmáltíðina. Prestssetur á Stað var lagt niður með lögum 1885 en aftur varð Staður prestssetur á árunum 1904-1920, þegar Eiríkur Gíslason (1857-1920), prófastur, fékk að sitja í stað Prestsbakka í Bæjarhreppi.

TRÖLLAKIRKJA

Tröllakirkja er hátt og áberandi fjall efst á Holtavörðuheið á suðurmörkum Strandasýslu. Fyrir og á landnámsöld var þar samkomustaður trölla og þursa, þar sem þeir ræddu hvernig ætti að bregðast við búsetu manna í landinu. Flest tröllanna voru friðsemdarfólk, sem fækkaði smám saman, þegar þrengt var að þeim en einkum eftir að kristni var lögtekin.

Skessan, sem bjó í grennd við Tröllakirkju, var þó um kyrrt, þótt henni væri meinilla við kristnina. Mælirinn fylltist þó hjá henni, þegar kirkjan að Stað í Hrútafirði var byggð. Hún blasti við ofan af Tröllakirkju og kerling varð stöðugt argari og ákvað að gera eitthvað í málinu. Hún fór ríðandi niður fjallið á fyrsta messudegi og fleygði stórum steini í átt að kirkjunni, þegar hún var komin í skotfæri. Hún missti marks og drap fjögur hross í hestaréttinni. Kristnin breiddist út og tröllin hörfuðu norður.
Þau skildu lítið annað eftir en örnefnin, sem við njótum enn þá í landslaginu.

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast þjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn fór úr alf…
Tröllakirkja
Tröllakirkja er hátt og áberandi fjall efst á Holtavörðuheiði á suðurmörkum Strandasýslu. Fyrir og á landnámsöld var þar samkomustaður trölla og þursa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )