Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tröllakirkja

Tröllakirkja er hátt og áberandi fjall efst á Holtavörðuheiði á suðurmörkum Strandasýslu. Fyrir og á landnámsöld var þar samkomustaður trölla og þursa, þar sem þeir ræddu hvernig ætti að bregðast við búsetu manna í landinu. Flest tröllanna voru friðsemdarfólk, sem fækkaði smám saman, þegar þrengt var að þeim en einkum eftir að kristni var lögtekin.

Skessan, sem bjó í grennd við Tröllakirkju, var þó um kyrrt, þótt henni væri meinilla við kristnina. Mælirinn fylltist þó hjá henni, þegar kirkjan að Stað í Hrútafirði var byggð. Hún blasti við ofan af Tröllakirkju og kerling varð stöðugt argari og ákvað að gera eitthvað í málinu. Hún fór ríðandi niður fjallið á fyrsta messudegi og fleygði stórum steini í átt að kirkjunni, þegar hún var komin í skotfæri. Hún missti marks og drap fjögur hross í hestaréttinni. Kristnin breiddist út og tröllin hörfuðu norður eftir Strandasýslu. Þau skildu lítið annað eftir en örnefnin, sem við njótum enn þá í landslaginu.

Myndasafn

Í grennd

Holtavörðuheiði
HOLTAVÖRÐUHEIÐI Holtavörðuheiði (407m) liggur á milli Norðurárdals (Tröllakirkja/Snjófjöll) og Hrútafjarðar (heiðar vestan Tvídægru). Varða til minni…
Staðarkirkja
Staðarkirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staður er bær, kirkjustaður, gisti- og  í   Staðarhreppi við austanverðar leirur Hrút…
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast þjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn fór úr alf…
Strandasýsla
Strandasýsla liggur að vestanverðum Húnaflóa, nær frá Geirólfsgnúpi að norðan að Hrútafjarðará og Holtavörðuheiði að sunnan. Sýslan er 2630 km². Strön…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )